Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sækist fast eftir 2. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi
Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 17:04

Sækist fast eftir 2. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Með þessar fréttatilkynningu vil ég tilkynna um framboð mitt í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi, sem haldið verður 4. nóvember n.k. en þar verður valið í efstu sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar vorið 2007. Ég sækist eftir 2.til 3.sæti á lista flokksins.

Á yfirstandandi kjörtímabili hef ég verið varaþingmaður flokksins í kjördæminu og setið á Alþingi um skeið.
 
Það er að mínu áliti afar mikilvægt fyrir stóran og öflugan flokk eins og Samfylkinguna, að þingmannahópur hennar endurspegli þverskurð samfélagsins; þar verði að finna konur og karla á ólíkum aldri, með mismunandi reynslu að baki í starfi og leik. Ég hygg að starfs- og lífsreynsla mín, þ.á.m. sem prestur á þremur stöðum í Suðurkjördæmi - Höfn í Hornafirði, Garði á Suðurnesjum og nú starfandi á Breiðabólstað í Fljótslhlíð auk tímabundinna afleysinga í Vestmannaeyjum  - geri mér fært að þekkja vel til vona og væntinga fólks í kjördæminu og þeirra fjölmörgu möguleika sem þar er að finna. Ekki aðeins í náttúrugæðum, heldur ekki síður því afli sem er að finna meðal fólks í Suðurkjördæmi - til sjávar og sveita.
 
Það er afar mikilvægt að hefja til vegs og virðingar á nýjan leik í íslenskum stjórnmálum, virðingu fyrir grundvallargildum raunverulegs frelsis og jafnréttis sem bæta lífsgæði hins venjulega manns. Misskipting, ofsagróði og græðgi hafa því miður fest rætur í íslensku samfélagi og skekkt öll grundvallarviðmið fólks. Þeirri þróun þarf að snúa við.

Það er því mikilvægt að rödd jafnaðarmanna hljómi hátt og snjallt í pólitískri orðræðu og ekki síðar en í kosningunum  á  komandi vori, verði Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, kölluð til verka við landsstjórnina. Ég vil leggja mitt af mörkum til að svo geti orðið. Þess vegna býð ég fram krafta mína og býð mig fram í forystusveit á lista Samfylkingarinnar í prófkjörinu í Suðurkjördæmi þann 4. nóvermber n.k. Ég vil taka saman höndum við alla góða stuðningsmenn jafnaðarstefnunnar í kjördæminu sem og á landsvísu, til að gera lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem sigurstranglestan.
 
Sem kunnugt er hefur Margrétar Frímannsdóttir oddviti Samfylkarinnar í Suðurkjördæmi ákveðið að láta af þingmennsku næsta vor. Með henni hverfur af sviðinu ötull og kraftmikill leiðtogi jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem hefur lagt sig í framkróka um að berjast fyrir og styðja við bak þeirra samborga okkar sem hafa átt á brattan að sækja og lifað hafa við skertan rétt. Ég tel mig vel búinn til þess með þá reynslu að baki sem ég m.a. hef öðlast í störfum mínum ssem prestur, blaðamaður, kennari og um tíma sjómaður. Margrétar skarð verður tæpast fyllt þótt ég sé fullur vilja til að taka við keflinu í þeirri baráttu. Brotthvarf hennar kallar á uppstokkun og ný viðmið við skipan lista flokksins.
 
Ég er reiðubúinn til að starfa í þeirri forystusveit sem valin verður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þann 4. nóvember næstkomandi.

Önundur S. Björnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024