Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
Föstudagur 11. febrúar 2022 kl. 10:31

Sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Framboð mitt er til marks um þá sannfæringu mína að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu okkar bestum árangri.

Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem ég bý með syni mínum. Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð. 

Ég vil með þátttöku minni horfa til framtíðar og skapa með ykkur eftirsótt og fjölbreytt samfélag þar sem við hvetjum fólk til að skapa einlæga samkennd og stemmningu meðal bæjarbúa. Hvetja framsækið fólk að búa hér til þjónustu svo ekki þurfi að sækja annað og skapa um leið fjölbreytt atvinnulíf. 

Ég hef áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og fylgst með framgangi flokksins alla tíð. Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. 

Ég óska eftir stuðningi ykkar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði.

Eyjólfur Gíslason