Röng mynd af Sandgerðisdögum
Um helgina fóru fram Sandgerðisdagar – vel undirbúin hátíð svo sem tíðkast orðið víða um land. Þetta eru skemmtilegir sumar- og haustfundir íbúa byggðarlaga og gesta þeirra þar sem tjaldað eru mörgu af því skemmtilegasta sem hvert svæði hefur upp á að bjóða. Sandgerðisdagar voru engin undantekning. Tvennt setti þó strik í reikninginn. Annars vegar þurfti endilega að hitta á slagveður á laugardeginum og hafði ugglaust sín áhrif. Það kom þó ekki í veg fyrir að fólk fjölmennti á hina aðskiljanlegu atburði frá morgni til kvölds og hafði gaman af.
Fordæmir hann skóginn
Sínu verri en slagveðrið tel ég þó fjölmiðlaumfjöllunina. Af fréttum ljósvakamiðla hefur aðeins eitt komið fram: Einhverjir unglingar voru drukknir og að lögreglan hefði haft í nógu að snúast. Það er sú mynd sem fjölmiðlar hafa gefið landsmönnum af Sandgerðisdögum. Sú mynd er einfaldlega ekki rétt eða a.m.k. er aðeins örlítið brot af heildarmyndinni. Frá föstudegi fram á sunnudag stóðu yfir fjölbreytileg atriði með þátttöku hundruða einstaklinga. Má þar nefna frábæra uppfærslu ungra barna á atriðum tengdum Línu langsokk, listaverkasýningar, handverkssýningu, tónleika af ýmsum toga, sögustund, leikatriði, íþróttaviðburði o.s.frv. M.ö.o. hin fjölbreyttasta dagskrá sem höfðaði til allra aldurshópa og veitti ómælda ánægju. Ekki er minnst einu orði á þessi atriði – aðeins dregin upp einhver hryllingsmynd. Þetta minnir á vísu eftir skáldið Steingrím Thorsteinsson:
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Fregnir af menningarnótt í Reykjavík.
Vissulega bar á ölvun um nóttina. Það virðist einfaldlega orðin lenska hérlendis og tengjast öllum hópsamkomum. Hvorki var það verra né betra en í Sandgerði en annars staðar. Þannig var t.d. alveg hrikaleg ölvun í miðbæ Reykjavíkur um hámenningarnóttina. Dagurinn og megnið af kvöldinu fór hins vegar stórkostlega fram með aragrúa skemmtilegra menningaratriða. Fjölmiðlar drógu líka upp hina jákvæðari myndina af menningarnótt en minntust vitanlega einnig á ölvun næturinnar. Hræddur er ég um að hljóð hefði heyrst úr horni ef menningarnótt í Reykjavík hefði verið kynnt einungis sem fylleríssamkoma ungs fólks. Það hefði líka verið röng lýsing á fyrirbrigðinu í heild sinni. Þess vegna er mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna fréttastofur skuli leyfa sér að draga upp svo einhæfa og villandi mynd af vel heppnuðum Sandgerðisdögum – þrátt fyrir hryssing í veðri. Í raun finnst mér þessar fréttastofur skulda Sandgerðingum afsökunarbeiðni.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Fordæmir hann skóginn
Sínu verri en slagveðrið tel ég þó fjölmiðlaumfjöllunina. Af fréttum ljósvakamiðla hefur aðeins eitt komið fram: Einhverjir unglingar voru drukknir og að lögreglan hefði haft í nógu að snúast. Það er sú mynd sem fjölmiðlar hafa gefið landsmönnum af Sandgerðisdögum. Sú mynd er einfaldlega ekki rétt eða a.m.k. er aðeins örlítið brot af heildarmyndinni. Frá föstudegi fram á sunnudag stóðu yfir fjölbreytileg atriði með þátttöku hundruða einstaklinga. Má þar nefna frábæra uppfærslu ungra barna á atriðum tengdum Línu langsokk, listaverkasýningar, handverkssýningu, tónleika af ýmsum toga, sögustund, leikatriði, íþróttaviðburði o.s.frv. M.ö.o. hin fjölbreyttasta dagskrá sem höfðaði til allra aldurshópa og veitti ómælda ánægju. Ekki er minnst einu orði á þessi atriði – aðeins dregin upp einhver hryllingsmynd. Þetta minnir á vísu eftir skáldið Steingrím Thorsteinsson:
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Fregnir af menningarnótt í Reykjavík.
Vissulega bar á ölvun um nóttina. Það virðist einfaldlega orðin lenska hérlendis og tengjast öllum hópsamkomum. Hvorki var það verra né betra en í Sandgerði en annars staðar. Þannig var t.d. alveg hrikaleg ölvun í miðbæ Reykjavíkur um hámenningarnóttina. Dagurinn og megnið af kvöldinu fór hins vegar stórkostlega fram með aragrúa skemmtilegra menningaratriða. Fjölmiðlar drógu líka upp hina jákvæðari myndina af menningarnótt en minntust vitanlega einnig á ölvun næturinnar. Hræddur er ég um að hljóð hefði heyrst úr horni ef menningarnótt í Reykjavík hefði verið kynnt einungis sem fylleríssamkoma ungs fólks. Það hefði líka verið röng lýsing á fyrirbrigðinu í heild sinni. Þess vegna er mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna fréttastofur skuli leyfa sér að draga upp svo einhæfa og villandi mynd af vel heppnuðum Sandgerðisdögum – þrátt fyrir hryssing í veðri. Í raun finnst mér þessar fréttastofur skulda Sandgerðingum afsökunarbeiðni.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.