Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 21. október sl. er ítarlega fjallað um eignarhald á orkuauðlindum Íslendinga. Í stuttu máli sagt er niðurstaða Morgunblaðsins sú, að ekki hafi farið fram næg umræða meðal almennings í grundvallarmálum eins og eignarhald á orkuauðlindum, fyrirkomulagi og lagaumhverfi.
Morgunblaðið ályktar að nauðsynlegt sé, í lýðræðislegu samfélagi eins og við búum í, að fram fari víðtækar umræður um grundvallarþætti í meðferð og ráðstöfun orkuauðlinda þjóðarinnar áður en lengra verður haldið í ráðstöfun á þeim. Þetta sé í raun eðlileg og sjálfsögð krafa almennings sem stjórnmálamenn verði að fara eftir. Því sé rétt að ekkert verði aðhafst í málefnum Hitaveitu Suðurnesja, engar ákvarðanir verði teknar sem ekki verði hægt að breyta.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er ekki á sama máli og trúir greinilega ekki á lýðræðislega umræðu meðal almennings og keyrir málið áfram. Hann vill greinilega koma auðlindum Hitaveitu Suðurnesja í hendur auðmanna án umræðu meðal almennings. Vill ekki einu sinni bíða eftir niðurstöðu Alþingis.
Bæjarstjórinn hefur sett fram samningsmarkmið þar sem ekkert er hugað að auðlindum Hitaveitunnar, sem eru enn í meirihlutaeigu almennings. Þá er eðlilegt að spurt sé, hvort bæjarstjóri hafi átt meiri aðkomu að REI málinu en áður hefur komið fram, þar sem í samkomulagi REI og Orkuveitunnar er með skýrum hætti kveðið á um hvernig skipta eigi Hitaveitu Suðurnesja upp í tvö aðskild fyrirtæki, annars vegar orku- og auðlindafyrirtæki í einkaeign (auðlindir og hugvit) og hins vegar veitufyrirtæki í eigu Reykjanesbæjar (rör og lagnir). Þetta er framtíðarsýn Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ekki er sú sýn uppörvandi.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Morgunblaðið ályktar að nauðsynlegt sé, í lýðræðislegu samfélagi eins og við búum í, að fram fari víðtækar umræður um grundvallarþætti í meðferð og ráðstöfun orkuauðlinda þjóðarinnar áður en lengra verður haldið í ráðstöfun á þeim. Þetta sé í raun eðlileg og sjálfsögð krafa almennings sem stjórnmálamenn verði að fara eftir. Því sé rétt að ekkert verði aðhafst í málefnum Hitaveitu Suðurnesja, engar ákvarðanir verði teknar sem ekki verði hægt að breyta.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er ekki á sama máli og trúir greinilega ekki á lýðræðislega umræðu meðal almennings og keyrir málið áfram. Hann vill greinilega koma auðlindum Hitaveitu Suðurnesja í hendur auðmanna án umræðu meðal almennings. Vill ekki einu sinni bíða eftir niðurstöðu Alþingis.
Bæjarstjórinn hefur sett fram samningsmarkmið þar sem ekkert er hugað að auðlindum Hitaveitunnar, sem eru enn í meirihlutaeigu almennings. Þá er eðlilegt að spurt sé, hvort bæjarstjóri hafi átt meiri aðkomu að REI málinu en áður hefur komið fram, þar sem í samkomulagi REI og Orkuveitunnar er með skýrum hætti kveðið á um hvernig skipta eigi Hitaveitu Suðurnesja upp í tvö aðskild fyrirtæki, annars vegar orku- og auðlindafyrirtæki í einkaeign (auðlindir og hugvit) og hins vegar veitufyrirtæki í eigu Reykjanesbæjar (rör og lagnir). Þetta er framtíðarsýn Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ekki er sú sýn uppörvandi.
Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ