Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Reykjanesið rokkar – íbúaþing í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 16:16

Reykjanesið rokkar – íbúaþing í Reykjanesbæ

Laugardaginn  10.  september  n.k. verður íbúum Reykjanesbæjar og nágrennis boðið  til  íbúaþings,  sem  haldið  verður  í  nýju  og  glæsilegu
húsnæði Íþróttaakademíunnar  við Menntaveg í Reykjanesbæ. Þingið mun standa frá kl. 10-16  og  geta  þátttakendur  verið  með  hluta  af deginum eða setið allt þingið,  að vild.  Veitingar eru í boði styrktaraðilla og barnagæsla verður á  staðnum.   Ráðgjafarfyrirtækið Alta sem hefur umsjón með þinginu, en það hefur stýrt íbúaþingum víða um land.

Á  íbúaþingi  er verið að virkja þá ómældu þekkingu og umhyggju sem íbúar á hverjum  stað   búa  yfirleitt  yfir.  Nýlegt dæmi frá Reykjanesbæ, þar sem hugmynd  frá  íbúum  hefur  leitt  til breytinga er hugmynd leikskólabarna í Tjarnarseli um útsýnispall við Ægisgötuna, sem nú er orðinn að
veruleika.

Meðal  þess  sem  unnið  verður með á þinginu eru hugmyndir íbúa um hvernig þeir  vilja  sjá Reykjanesbæ og Reykjanesið allt vaxa og þróast, rætt
er um umhverfismál,  skipulagsmál,  atvinnumál  og  samfélagsleg  málefni, þ.m.t. skólamál.   Dagskráin  samanstendur  bæði  af  umræðuhópum  og
svokölluðum skipulagshópum,  þar sem unnið er yfir kort og loftmyndir.   Rætt verður um málefni  sem  varða  Reykjanesbæ,  en  einnig  horft  víðar  yfir svæðið og Reykjanesið því allt undir.

Á íbúaþinginu eru notaðar aðferðir sem gefa öllum jafna möguleika á að koma sínum  sjónarmiðum  á framfæri, enginn þarf að standa upp og halda
ræður og ekki  þarf að hafa neina sérþekkingu á skipulagsmálum.  Það er samdóma álit þeirra  sem  tekið hafa þátt í íbúaþingum Alta að það hefur verið gagnlegt, lærdómsríkt og umfram allt skemmtilegt.

Þegar  þinginu  verður slitið kl. 16 á laugardeginum er þó ekki öllu lokið, þar   sem   niðurstöður   verða   kynntar   í   máli   og  myndum strax  á þriðjudagskvöldinu  13. september kl. 20, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar geta  íbúar  séð  úrvinnslu  Alta  á því hvernig hugmyndir margra og ólíkra einstaklinga, geta myndað eina heildarmynd fyrir Reykjanes og Reykjanesbæ.

Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að fjölmenna til íbúaþingsins og íbúar nágrannasveitarfélaganna eru einnig boðnir velkomnir.

Árni Sigfússon
bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024