Reykjanesbraut: Fyrsti áfangi boðinn út!
Þegar þessi orð eru skrifuð liggur fyrir Alþingi að samþykkja vegaáætlun fyrir árið 2002. Samgöngunefnd, sem og þingmenn einstakra kjördæma, hafa legið yfir málinu. Í upphaflegum áætlunum vegagerðarinnar var gert ráð fyrir því að taka aðeins 3,5 km af tvöföldun Reykjanesbrautar. Hlaut það dræmar undirtektir sem vænta mátti. Niðurstaðan varð hins vegar sú að í sumar verður boðinn út fyrsti áfanginn: Frá Straumsvík og vestur fyrir Kúagerði. Um það varð allur þingmannahópurinn sammála sem og samgöngunefnd. Um er að ræða framkvæmdir fyrir allt að hálfan milljarð í þessum fyrsta áfanga. Þetta segir Hjálmar Árnason alþingismaður í grein til Víkurfrétta í dag.Segja má að áfangasigur hafi unnist í þessu mikla baráttumáli. Með framkvæmdunum eru teknir þeir kaflar sem skæðastir hafa verið á brautinni. Vegagerðin hefur lagt mikla áherslu á hönnun mannvirkisins. Þannig er t.d. gert ráð fyrir "alvöru" gatnamótum á hinni nýju braut -með slaufum og undirgöngum til þess að draga sem mest úr slysahættu.
Margir hafa spurt um stöðu hjólreiðafólks á nýju brautinni. Hugmyndir eru uppi um að beina þeim inná gamla veginn á Vatnsleysuströnd og laga þannig að greiðfært verði fyrir hjólafólk úr Flugstöðinni og áfram. Þá er vert að benda einnig á leiðina um Grindavík og Suðurstrandaveginn fyrir ferðamenn en setja á upp skilti með greinargóðum upplýsingum um leiðir fyrir ferðafólkið.
Í haust mun þingið taka fyrir í fyrsta sinn samræmda vegaáætlun. Þar er annars vegar gert ráð fyrir 12 ára áætlun í öllum samgöngumálum en á þeim grunni jafnframt fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Mikilvægt er að á þeim tímapunkti verði séð fyrir endann á tvöföldun Reykjanesbrautar. Um 40 ár eru síðan Reykjanesbraut í núverandi mynd var lögð. Tímabært er að ljúka því verki.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Margir hafa spurt um stöðu hjólreiðafólks á nýju brautinni. Hugmyndir eru uppi um að beina þeim inná gamla veginn á Vatnsleysuströnd og laga þannig að greiðfært verði fyrir hjólafólk úr Flugstöðinni og áfram. Þá er vert að benda einnig á leiðina um Grindavík og Suðurstrandaveginn fyrir ferðamenn en setja á upp skilti með greinargóðum upplýsingum um leiðir fyrir ferðafólkið.
Í haust mun þingið taka fyrir í fyrsta sinn samræmda vegaáætlun. Þar er annars vegar gert ráð fyrir 12 ára áætlun í öllum samgöngumálum en á þeim grunni jafnframt fjögurra ára framkvæmdaáætlun. Mikilvægt er að á þeim tímapunkti verði séð fyrir endann á tvöföldun Reykjanesbrautar. Um 40 ár eru síðan Reykjanesbraut í núverandi mynd var lögð. Tímabært er að ljúka því verki.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.