Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Reykjanesbær – íþróttabær
Fimmtudagur 24. febrúar 2022 kl. 10:13

Reykjanesbær – íþróttabær

Á góðviðrisdögum í íþróttalífi bæjarins er því stundum haldið fram að Reykjanesbær sé íþróttabær. Það er rétt, hér starfa mjög öflug íþróttafélög, hér starfar hæfileikafólk við þjálfun og íþróttakennslu og hér eru að mörgu leyti fínar aðstæður til íþróttaiðkunar. Ég tilheyri hins vegar þeim hópi aðstandenda íþróttabarna sem vill sjá mörg stór skref stigin á næstu árum þannig að bærinn okkar geti áfram skilgreint sig sem íþróttabæ. Ég hef í samtölum mínum við fólk sem starfar á þessu sviði lagt það til að sveitarfélagið hefji að loknum kosningum í vor stefnumótun á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og setji sér skýra stefnu í því hvernig byggja megi upp íþróttamannvirki og aðstöðu til framtíðar: Reykjanesbær - íþróttabær 2022 – 2032. Mikilvægt er að fá hagsmunaaðila, fagfólk, þjálfara og leiðtoga í íþróttafélögum að borðinu. Jafnframt afreksfólk, foreldra íþróttabarna og aðra sem vilja og eiga að hafa skoðun. Í stefnumótuninni á sveitarfélagið að setja sér háleit markmið og miða sig við það sem best gerist - ekki einungis hér á landi heldur líka í nágrannalöndum okkar. Síðan rennur sá dagur upp að frábæri bærinn okkar verði ekki íþróttabær, heldur íþróttabærinn.

Ég óska eftir stuðningi ykkar i 5. sæti i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardag. Setjum heilsuna í fyrsta sæti og Birgittu Rún i fimmta sæti!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024