Reykjanesbær veiti Íbúðafélagi Suðurnesja stofnframlag
Íbúðafélag Suðurnesja hsf. kt. 690518-0230 sendi umsókn til Reykjanesbæjar þann 6. júní sl. ósk um stofnframlag til íbúðabygginga.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri veitti viðtöku bréfsins og gerði ráð fyrir að það yrði tekið til umfjöllunar í bæjarráði í næstu viku.
Íbúðafélag Suðurnesja hsf. sem er óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélag, óskar hér með eftir því að Reykjanesbær veiti félaginu stofnframlag til byggingar íbúðaklasa sem innifelur 112 íbúðir.
Félagið er stofnað og starfrækt sem opið samvinnufélag og sækir sér viðmiðanir til gildandi laga um húsnæðissamvinnufélög nr.66/2003 og til laga um samvinnufélög nr.22/1991 eftir því sem við getur átt.
Íbúðirnar verða 50m2 til 95m2 eða frá einstaklingsíbúðum til 4 herbergja íbúða. Um er að ræða einingahús sem flutt verða inn frá Svíþjóð og sett upp af byggingaraðila sem veitir allt að 15 ára ábyrgð á húsnæðinu.
Þessar byggingar uppfylla allar að lágmarki þær byggingareglugerðir sem Mannvirkjastofnun gefur út.
Við óskum hér með eftir því að félagið fái lóð og gatnagerðargjöld sem stofnframlag frá Reykjanesbæ og bærinn fái í staðinn forgang til ca. 10% íbúða til notkunar sem félagslegs húsnæði. Markmið félagsins eru að koma til móts við þá félagsmenn sem nú þegar eru í neyð eða verða á allra næstu misserum með vísan í 1.gr. laga um almennar íbúðir 2016 nr. 52 10. júní.
Fh. Íbúðafélags Suðurnesja,
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir,
Margrét Þórólfsdóttir,
Þórólfur Júlian Dagsson.