Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Reykjanesbær fyrir þig
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 09:25

Reykjanesbær fyrir þig



Nú siglum við hratt í átt til kosninga og gylliboð og loforð fara að streyma inn um bréfalúgur bæjarbúa. hverju eigum við að trúa og hvað eigum við að kjósa  þetta er ekki  spurning sem ég get svarað fyrir neinn nema sjálfan mig en ég get þó bent á góðan kost í úrvalinu á milli flokka.



Píratar 

Gegnsæi, ábyrgð, beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur. Ekki bara loforð frá pírötum heldur grunnstefnur pírata.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Beint lýðræði
Við viljum að þú ráðir
. Píratar vilja að þú getir tekið þátt í ákvarðanatöku í málum sem þig varðar. Píratar vilja ekki að þú þurfir að framselja atkvæði þitt til fjögurra ára í einu, vertu með og taktu þátt allan tíman ekki bara á kosningarári.



Gegnsæi
Tökum upplýstar ákvarðanir. 
Píratar vilja að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt stjórnsýslunni það aðhald sem hún þarf. Án gegnsæis er ekki alvöru lýðræði, ekki hægt að taka ákvarðanir um opinber fjármál, ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu og ekki hægt að krefjast ábyrgðar. 

Með opnum fjármálum bæjarins má betur koma auga á sóun á fjármagni og uppræta spillingu í stjórnsýslunni. Reykjanesbær er eitt af skuldugustu sveitarfélögum landsins og því nauðsynlegt að bæjarbúar geti séð hvernig fjármunum bæjarins er varið og veitt bæjarstjórn það nauðsynlega aðhald sem hún greinilega þarf. 

Föllum ekki í gryfju gylliboða og innistæðulausra kosningaloforða., spyrjum okkur af hverju hafa flokkar sem hafa haft sína málssvara í bæjarstjórn og jafnvel setið í meirihluta ekki komið öllum þessum loforðum að? Afhverju er allt hægt rétt fyrir kosningar?

 Þú hefur valdið til að breyta bænum til hins betra í kosningunum 31. maí.

Píratar í Reykjanesbæ.