Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Rekstrarafgangur bæjarsjóðs þriðja árið í röð
Föstudagur 14. desember 2012 kl. 19:25

Rekstrarafgangur bæjarsjóðs þriðja árið í röð

Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2013 er m.a. gert ráð fyrir stórbættum almenningssamgöngum með  30 mínútna leiðarkerfi, styttri tíma á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Þjónustutími verður lengdur. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði. „Þetta tekst þrátt fyrir að verulega sé aukinn stuðningur við þau verkefni sem sveitarfélagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ.e. forvarnir í þágu barna og unglinga, menntun, íþróttir, samgöngur og umhverfisbætur auk fjölbreytts menningarstarfs“, segir í bókun sjálfstæðismanna.

Þar segir ennfremur m.a. að í baráttu Reykjanesbæjar undanfarin ár hafi þrautseigja verið mikilvægasti efniviðurinn.

„Þrátt fyrir að atvinnuverkefni hafi dregist langt umfram væntingar heimamanna hefur tekist í miðri kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undanfarin tvö ár en verja þjónustu við barnafjölskyldur og auka árangur grunnmenntunar.“


 Fjöldi dæma úr fjárhagsáætlun eru nefnd í bókun sjálfstæðismanna. Þar má nefna:

 ·    Umönnunargreiðslur til foreldra  hækka úr 25 þús kr. í 35 þús kr. á mánuði, sem eins og áður eru greiddar til foreldra eða dagforeldra frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla.

 ·    Áfram verður áhersla á að bæta skólastarfið og styrkja innviði menntunar. Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum  og starfshlutfall tölvuumsjónarmanna í grunnskólum verður aukið.

 ·    Reykjanesbær mun ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykjanesbæ.

 ·    Rekstrarsamningar við knattspyrnudeildir Keflavíkur og UMFN verða settir aftur í fyrra horf eftir 17% skerðingu síðustu 3 ár.

·    Tómstundasjóður verður efldur til að geta gert samninga á ný við tómstundafélög.

 ·    Framlög til Íþróttastjóðs verða nær tvöfölduð en þar skiptir mestu um 50% hækkun á þjálfarastyrk sem ætlað er að tryggja vel menntaða þjálfara í þágu barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna.

 ·     Rekstrarsamningar við knattspyrnudeildir Keflavíkur og UMFN verða settir aftur í fyrra horf eftir 17% skerðingu síðstu 3 ár.

·    Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafélaga, er stefnt á að taka upp hvatagreiðslur að nýju næsta haust. Þar gefst börnum og unglingum færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu á íþrótta-list- eða tómstundagrein að eigin valiAðstaða fyrir bardagaíþróttir hefur verið bætt, ( júdó og taekwondo) sem munu á næsta ári geta æft við viðunandi aðstæður og eflt um leið félagsstarf deildanna.

·    Áfram verður  unnið að umhverfisverkefnum í bænum, aðkomur í bæinn gerðar fallegri, heilsustígar tengdir um bæinn og átaki í gróðurrækt haldið áfram.

·    Framlög til atvinnuátaksverkefna verða aukin – í gegnum garðyrkjudeild, félagsþjónustu, verkefnið Virkni-vinna og sérstakan atvinnuátakslykil. Með verkefninu  Vinna og virkni 2013, mun Reykjanesbær ábyrgjast störf fyrir allt að 60 einstaklinga, sem nú eru að missa atvinnubótarétt sinn.

 ·    Í bókunni segir enn fremur: Mestu skiptir að koma öflugum atvinnutækifærum áfram. Verkefni í Helguvík á næsta ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings ofl. sem unnið hefur verið að. Gert er ráð fyrir að a.m.k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári. Að Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með skólafélagið Keili í miðpunkti. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsuverkefni og tæknitengt nám. Á Reykjanesi er verið að stækka orkuverið, byggja upp stóra fiskeldisstöð og aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða, tengt grænni orku. Unnar verða vinnumarkaðsrannsóknir m.a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og menntunar.


Bókun sjálfstæðismanna má sjá hér í heild sinni:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2013

Í baráttu Reykjanesbæjar undafarin ár hefur þrautseigja verið mikilvægasti efniviðurinn.


Þrátt fyrir að atvinnuverkefni hafi dregist langt umfram væntingar heimamanna hefur tekist í miðri kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undanfarin tvö ár en verja þjónustu við barnafjölskyldur og auka árangur grunnmenntunar. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerir einnig ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði, þrátt fyrir að verulega sé aukinn stuðningur við þau verkefni sem sveitarfélgið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ.e. forvarnir í þágu barna og unglinga, menntun, íþróttir, samgöngur og umhverfisbætur auk fjölbreytts menningarstarfs.


Hér að neðan eru helstu dæmi þess:

 ·    Nýstofnað Ungmennaráð Reykjanesbæjar lagði fram hugmyndir um úrbætur sem snúa að unglingum í lok ársins 2012. Umfangsmestu tillögurnar varðar bættar almenningssagöngur. Miklar umbætur munu eiga sér stað á því sviði strax í janúar 2013.

·    Almenningssamgöngur  verða því stórbættar á  nýju ári, 30 mínútna leiðarkerfi, styttri tími á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Ekið verður lengur á daginn og um helgar.  Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ.

·    Umönnunargreiðslur til foreldra  hækka úr 25 þús kr. í 35 þús kr. á mánuði, sem eins og áður eru greiddar til foreldra eða dagforeldra frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla.

·    Reykjanesbær mun áfram bjóða endursgjaldslaus uppeldisnámskeið, styðja Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og vinna í samvinnu við Rannsókn og greiningu að úttekt á stöðu barna og unglinga í samfélaginu.

·    Barnahátíðin,  með Listahátíð barna í forsæti, verður enn stærri og öflugri á næsta ári með sterkari tilkomu grunnskólanna. Sífellt stækkandi hátíð sem er einstök á landsvísu.

·    Áfram verður stuðningur við  verkefni tengd ungu fólki í vanda s.s. Atvinnutorgið og Fjölsmiðjuna.

·    Áfram verður áhersla á að bæta skólastarfið og styrkja innviði menntunar. Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum  og starfshlutfall tölvuumsjónarmanna í grunnskólum verður aukið.

·    Gert er ráð fyrir uppsetningu á færanlegum kennslustofum við Akurskóla og við leikskólann Holt

·    Á árinu verða teknar í notkun 6 nýjar íbúðir fyrir fatlaða í stað herbergjasambýlis. Þetta er í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar um að hver einstaklingur eigi  kost á búsetu við sitt hæfi.

·    Reykjanesbær mun ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunarheimili að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykjanesbæ.

·    Framlög til Íþróttastjóðs verða nær tvöfölduð en þar skiptir mestu um 50% hækkun á þjálfarastyrk sem ætlað er að tryggja vel menntaða þjálfara í þágu barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna.

·     Rekstrarsamningar við knattspyrnudeildir Keflavíkur og UMFN verða settir aftur í fyrra horf eftir 17% skerðingu síðstu 3 ár.

·    Tómstundasjóður verður efldur til að geta gert samninga á ný við tómstundafélög.

·    Aðstaða fyrir bardagaíþróttir hefur verið bætt, ( júdó og taekwondo) sem munu á næsta ári geta æft við viðunandi aðstæður og eflt um leið félagsstarf deildanna.

·    Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafélaga, er stefnt á að taka upp hvatagreiðslur að nýju næsta haust. Þar gefst börnum og unglingum færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu á íþrótta-list- eða tómstundagrein að eigin vali

·    Fimm skemmtilegar og áhugaverðar sýningar eru áætlaðar hjá Listasafninu í ár og eru þær m.a. settar upp fyrir utan að komandi styrki.

·    Slökkviliðssýning í Rammanum mun opna í vor í samstarfi við nokkur félög slökkviliðsmanna.  Skemmtileg viðbót við fjölbreytta safnaflóru svæðisins. Slíkar sýningar eru vinsælar um allan heim.

·    Áframhaldandi stuðningur við 20 menningarhópa og félög í bæjarfélaginu.  Æfingahúsnæði og vinnustofur gegn vægri leigu.


Viðburðir á Ljósanótt.

 ·    List án landamæra, listverkefni þar sem fatlaðir og ófatlaðir koma saman verður enn stærri og skemmtilegri á næsta ári. Mjög góð þróun síðustu ár.

 ·    Nýjar og áhugaverðar sýningar og viðburðir  í Duushúsum, tengdar sögu, myndlist og tónlist sem eiga að stuðla að fjölgun gesta.

 ·    Allir textar við sýningarnar í Víkingaheimum verða komnir á a.m.k. fjögur tungumál á árinu.  Ætti að hvetja til komu fleiri erlendra gesta.

·    Markaðsstofa Reykjaness í nýjum búningi mun verða menningarferðaþjónustu á svæðinu til framdráttar.

·    Með allri þessari menningarstarfsemi er Reykjanesbær markaðssettur enn frekar sem jákvætt bæjarfélag sem býður fólki með fjölbreytta menntun að setjast hér að.

 ·    Áfram verður  unnið að umhverfisverkefnum í bænum, aðkomur í bæinn gerðar fallegri, heilsustígar tengdir um bæinn og átaki í gróðurrækt haldið áfram.

·    Þjónusta og skipulag  stjórnsýslu bæjarins verður bætt með því að flytja starfsemi þjónustustofnana á einn stað að Tjarnargötu 12  s.s. fræðsluskrifstofuna  og með Bókasafn bæjarins í miðrými.

 ·    Framlög til atvinnuátaksverkefna verða aukin – í gegnum garðyrkjudeild, félagsþjónustu, verkefnið Virkni-vinna og sérstakan atvinnuátakslykil. Með verkefninu  Vinna og virkni 2013, mun Reykjanesbær ábyrgjast störf fyrir allt að 60 einstaklinga, sem nú eru að missa atvinnubótarétt sinn.

·    Mestu skiptir að koma öflugum atvinnutækifærum áfram. Verkefni í Helguvík á næsta ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings ofl. sem unnið hefur verið að. Gert er ráð fyrir að a.m.k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári. Að Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með skólafélagið Keili í miðpunkti. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsuverkefni og tæknitengt nám. Á Reykjanesi er verið að stækka okruverið, byggja upp stóra fiskeldisstöð og aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða, tengd grænni orku. Unnar verða vinnumarkaðsrannsóknir m.a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og menntunar.

F.h. sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ,
Árni Sigfússon

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024