Rauður Pajero skemmir Peugeot á Varnarliðshátíð
Ef þú ert eigandi að nýlegum rauðum og gráum Pajero-jeppa á 33" dekkjum og varst á hausthátíð Varnarliðsins sl. laugardag milli kl. 12:30 og 13:30, þá skaltu lesa þetta. Jeppinn þinn stóð við hliðina á glænýjum Peugeot 307 á bílastæðinu við flugskýlið. Þegar þú yfirgafst svæðið voru hins vegar hurðir á jeppanum þínum opnaðar utaní nýja Peugeot-inn þannig að talsvert sér á.
Það sást til þín en eigandi fólksbílsins vill ná af þér tali í síma 867 0360 til þess að ganga frá tjónaskýrslu og gefur tvo sólarhringa áður en atvikið verður kært til lögreglu.
Myndin er ekki tengd fréttinni.
Það sást til þín en eigandi fólksbílsins vill ná af þér tali í síma 867 0360 til þess að ganga frá tjónaskýrslu og gefur tvo sólarhringa áður en atvikið verður kært til lögreglu.
Myndin er ekki tengd fréttinni.