Ræktum frumkvæðið og kraftinn
Málþing um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja veður haldið í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ fimmtudaginn 29. mars kl. 14:00 og ber yfirskriftirna, "Ræktum frumkvæðið og kraftirnn." Þar verða mjög góðir fyrirlesarar og fjalla um verkefnið frá ýmsum sjónarhornum.
Stjórnum og starfsmönnum félagasamtaka, íþróttafélaga, menningarfélaga, verslana, veitingastaða, opinberir aðilar og aðrir þeir sem láta sig samfélagslega ábyrgð vara eru hvattir til að mæta og skrá sig til þátttöku á heimasíðu Reykjaensbæjar. Ég undirritaður er mjög inni á því að virkari þátttaka slíkra aðila í menningarlegum og félagslegum hátíðum færist í aukana hjá öllum bæjarfélögum. Á því muni allir hagnast þegar til framtíðar verður litið. Almennari þátttaka þar sem bæjarhátíðir stórar sem smárar verði alfarið eða að stórum hluta í höndum félagasamtaka sem með góðu skipulagi og vinnuframlagi félaganna geta hagnast af umsjón slíkra hátíða, skilað tekjum til félagsins, góðri skemmtun til bæjarbúa sem er hagnaðurinn þegar upp er staðið fyrir bæjarfélagið.
Þessa samfélaglegu ábyrgð ræðum við m.a. og leggjum ríka áherslu á góða þátttöku ykkar og biðjum ykkur að kynna þetta fyrir samstarfsfólki ykkar, starfsmönnum eða þeim sem ykkur finnst málið varða.
Sjáumst í Duushúsum 29. mars kl. 14:00