Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Púlsinn með hollustunámskeið: Orkurík fæða
Laugardagur 11. nóvember 2006 kl. 13:31

Púlsinn með hollustunámskeið: Orkurík fæða

Ertu orkulaus? Viltu helst sofna eftir matinn? Hvað er MSG? Hver er munurinn á lífrænt ræktuðu og ekki? Hvað má nota í staðinn fyrir hvítt hveiti og hvítan sykur? Hvað er glútenóþol og hvernig geturðu lifað með glútenóþol? Er maginn of stór? Er brauð óhollt?

Veistu að þunglyndi og slen getur lagast með hollu matarræði? Viltu borða betri mat? Notaðu tímann núna með því að læra um hollt og kraftmikið mataræði og undirbúðu þig fyrir nýtt og miklu betra ár.
Þegar þú borðar réttan mat,þá fer líkaminn í kjörþyngd,megrun er óþörf.Lærðu að nota heilsuvörur og að þekkja góðan næringarríkan mat.Nú er tækifærið til að auka hollustuna í eldhúsinu án þess að missa matarlystina eða deyja úr leiðindum. Breyttu lífsstílnum í eldhúsinu og finndu hvernig þú eflir heilsuna og úthald. Það er bara gaman að læra um orkuríka fæðu.

Er heilsudeildin í stórmörkuðum freistandi en samt allt of flókin deild fyrir þig? Viltu læra á hana? Langar þig að vita hvernig nota má vörur heilsudeilda? Marta Eiríksdóttir leiðir fróðlegt námskeið  fimmtudagskvöldið 30.nóvember,í samstarfi við heilsudeild Samkaupa Njarðvík. Skráning er hafin í síma 848 5366 og á www.pulsinn.is Á námskeiðinu verður fræðsla, uppskriftir og einnig smakkað á heilsuvörum. Allar vörur heilsudeildar verða kynntar.

Tryggðu þér pláss núna strax því síðustu tvö námskeið voru fullbókuð!

Takmarkaður þátttakendafjöldi. Verð kr. 1500.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024