Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Á laugardaginn kemur ganga framsóknarmenn í Suðurkjördæmi til kosninga í prófkjöri sínu. Ræðst þá hverjir skipa lista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningum í vor. Ég hef gefið kost á mér í annað sæti listans.
Á undanförnum vikum hef ég háð kosningabaráttu mína. Ég hef byggt framboð mitt á gömlum gildum Framsóknarflokksins í bland við hugsjónir nýrrar kynslóðar og aðferðafræði nýrra tíma. Á fundum mínum um kjördæmið á síðustu vikum hef ég kynnt málefni mín og tekið púlsinn á hinum almenna Sunnlendingi. Hefur þessi tími verið sérstaklega ánægjulegur þar sem ég hef styrkst í þeirri trú að ég hafi margt fram að færa fyrir íbúa kjördæmisins og landsins alls.
Vegna fjölbreyttra starfa minna í kjördæminu, innan skógræktargeirans, í landbúnaði og í fyrirtækjarekstri, tel ég mig hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllu því sem skiptir kjósendur kjördæmisins mestu máli. Vegna reynslu minnar í félags-, íþrótta- og mannúðarmálum tel ég mig hafa burði til þess að að taka að mér leiðtoga- og ábyrgðarstöður innan flokksins og á þingi.
Það er ósk mín að kjósendur í Suðurkjördæmi treysti mér til áframhaldandi góðra verka. Með ykkar stuðningi mun ég fá tækifæri til þess að láta rækilega til mín taka. Án ykkar stuðnings verður erfitt að fá Björn-inn á þing!
Björn B. Jónsson
Sækist eftir 2.sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi
Á undanförnum vikum hef ég háð kosningabaráttu mína. Ég hef byggt framboð mitt á gömlum gildum Framsóknarflokksins í bland við hugsjónir nýrrar kynslóðar og aðferðafræði nýrra tíma. Á fundum mínum um kjördæmið á síðustu vikum hef ég kynnt málefni mín og tekið púlsinn á hinum almenna Sunnlendingi. Hefur þessi tími verið sérstaklega ánægjulegur þar sem ég hef styrkst í þeirri trú að ég hafi margt fram að færa fyrir íbúa kjördæmisins og landsins alls.
Vegna fjölbreyttra starfa minna í kjördæminu, innan skógræktargeirans, í landbúnaði og í fyrirtækjarekstri, tel ég mig hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllu því sem skiptir kjósendur kjördæmisins mestu máli. Vegna reynslu minnar í félags-, íþrótta- og mannúðarmálum tel ég mig hafa burði til þess að að taka að mér leiðtoga- og ábyrgðarstöður innan flokksins og á þingi.
Það er ósk mín að kjósendur í Suðurkjördæmi treysti mér til áframhaldandi góðra verka. Með ykkar stuðningi mun ég fá tækifæri til þess að láta rækilega til mín taka. Án ykkar stuðnings verður erfitt að fá Björn-inn á þing!
Björn B. Jónsson
Sækist eftir 2.sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi