Prófkjör Framsóknarflokks: Utankjörstaðaratkvæðagreiðslu lýkur kl. 20
Utankjörstaðaatkvæðakosning í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi lýkur kl. 20 í kvöld í Framsóknarhúsinu í Reykjanesbæ. Prófkjörið verður síðan laugardaginn 20. janúar og verða kjörstaðir opnir frá kl. 10-18:00.
Kjörstaðir á Suðurnesjum eru:
Grindavík Framsóknarhúsinu 10:00 - 18:00
Keflavík Framsóknarhúsinu 10:00 - 18:00
Sandgerði Miðhús Suðurgötu 13:00 - 18:00
Garður Grunnskólinn 14:00 - 18:00
Vogar Lionshúsið 11:00 - 16:00
Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:
Bjarni Harðarson, í 2. sæti, bóksali, Árborg, 45 ára
Björn Bjarndal Jónsson, í 2. sæti, skógarverkfræðingur, Árborg, 54 ára
Brynja Lind Sævarsdóttir, í 4. sæti, flugöryggismaður, Reykjanesbæ, 31 árs
Elsa Ingjaldsdóttir, í 3. sæti, framkvæmdastjóri, Árborg, 40 ára
Eygló Harðardóttir, í 2. sæti, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, 34 ára
Gissur Jónsson, í 4.-6. sæti, grunnskólakennari, Árborg, 30 ára
Guðni Ágústsson, í 1. sæti, landbúnaðarráðherra, Árborg, 57 ára
Guðni Sighvatsson, í 3.-4. sæti, nemi í íþróttafræðum, Hellu, 26 ára
Hjálmar Árnason, í 1. sæti, alþingismaður, Reykjanesbæ, 56 ára
Kjartan Lárusson, í 3. sæti, sauðfjárbóndi og nemi, Bláskógabyggð, 51 árs
Lilja Hrund Harðardóttir, í 5.-6. sæti, framkvæmdastjóri-Nuddari, Höfn, 34 ára
Ólafur Elvar Júlíusson, í 5.-6. sæti, byggingatæknifræðingur, Hellu, 48 ára