Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 7. maí 2003 kl. 16:43

Pólitískar bombur í kosningablaði Víkurfrétta

-pólitískar bombur í kosningablaði Víkurfrétta

Í Víkurfréttum sem koma út í fyrramálið er ítarleg umfjöllun um alþingiskosningarnar og fjallað um stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Meðal efnis í blaðinu eru dagbækur frambjóðenda þar sem þeir lýsa einum degi í kosningabaráttunni með eigin orðum. Í dagbók Kristjáns Pálssonar efsta manns á T-listanum er því haldið fram að Sjálfstæðismenn haldi uppi njósnum um Kristján og stuðningsfólk hans. Í dagbók sinni segir Kristján m.a.„Fékk hringingu frá einum góðkunningja mínum sem hafði komið í tvígang heim til mín í dag en hann hafði fengið upphringingu frá Sjálfstæðiflokknum í Reykjanesbæ og hann spurður hvort hann væri farinn að styðja Kristján Pálsson eða hvað!! Þetta er ekki fyrsta upphringingin sem þessi maður vissi um. Starfsmannastjóri í mjög stóru fyrirtæki hér í bæ, sem jafnframt er ábyrgðarmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið að hringja í fólk sem hefur stutt mig en starfar hjá honum. Hann hefur spurt starfsmenn sína hvort þeir geri sér grein fyrir því hvað það gæti þýtt fyrir þá persónulega ef þeir styddu Kristján Pálsson!!!
Þessi maður sagði með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðist að mínu stuðningsfólki og haldið upp njósnum um mig og það fólk sem kemur til mín. Svona var unnið í Sovét sagði þessi ágæti maður. Er það þetta sem við viljum spurði hann?“
Í kosningablaði Víkurfrétta er einnig ítarleg umfjöllun um Gallup kannanir sem gerðar hafa verið í Suðurkjördæmi frá því í nóvember og efstu Suðurnesjaframbjóðendur yfirheyrðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024