Pirringur í Árna og Böðvari
Félagar mínir í bæjarstjórn Reykjanebæjar, þeir Árni og Böðvar, hafa nú svarað vangaveltum mínum um lýsingu bæjarstjórans á því sem hann mundi sýna ferðamönnum á Reykjanesi sem birtust í fylgiblaði Morgunblaðsins sl. föstudag. Það sem mér þótti athyglisvert í þeirri lýsingu var að hann ætlaði að láta duga að ,,keyra í gegnum Keflavík" en sýna þeim ýmsa aðra áhugaverða staði á Reykjanesi. Þetta stendur svart á hvítu í greininni og alveg skýrt.
Í svörum Árna og Böðvars finnst mér gæta töluverðs pirrings. Það er hlutverk okkar sem erum í minnihluta að veita meirihlutanum aðhald því þannig næst hugsanlega fram umræða. Þetta pirrar þá greinilega en sú umræða þarf að vera málefnaleg.
Með vinsemd og virðingu
Kjartan Már
P.S. Auglýsingarnar sem Böðvar vísar til voru notaðar í kosningunum 1998 en ekki 2002. Í næstu kosningum notum við einhverja aðra aðferð enda alltaf að læra af reynslunni.
Í svörum Árna og Böðvars finnst mér gæta töluverðs pirrings. Það er hlutverk okkar sem erum í minnihluta að veita meirihlutanum aðhald því þannig næst hugsanlega fram umræða. Þetta pirrar þá greinilega en sú umræða þarf að vera málefnaleg.
Með vinsemd og virðingu
Kjartan Már
P.S. Auglýsingarnar sem Böðvar vísar til voru notaðar í kosningunum 1998 en ekki 2002. Í næstu kosningum notum við einhverja aðra aðferð enda alltaf að læra af reynslunni.