Pæling!
Það eru skrítnir tímar og margir kvíðnir fyrir því sem koma skal og eru til í að gera allt til að hjálpa til að stöðva útbreiðslu veirunnar og svo eru sumir sem spá lítið í þessu öllu og gera bara hvað þeim hentar og halda að það mun ekkert gerast fyrir þá.
Ég þurfti eins og margir aðrir að hætta tímabundið starfsemi minni og bera ábyrgð. Margir hafa spurt mig hvernig ábyrgð ertu að taka með því að hætta tímabundið og þá segi ég að með því að hætta starfsemi minni tímabundið sem hársnyrtir þá er ég að standa mína plikt við að stöðva útbreiðslu veirunnar. Og geri ég það með bros á vör og gleði í hjarta því ég veit að það er ljós í endanum á göngunum og ef við stöndum saman þá er allt hægt.
Og ég hélt í einlægni að fólk myndi skilja þetta vel og vera ánægt með hvað væri verið að gera fyrir þjóðina okkar en það kom mér svo sannarlega á óvart hvað sumt fólk er tilbúið að hætta sér og öðrum fyrir klippingu eða lit. Ekki miskilja mig, þetta er ekki stór hópur og er ég ekki endilega tala um minn kúnnahóp ég er að tala um fólk almennt.
Segjum að ef 100 hársnyrtar myndu hundsa og taka kannski bara tvo til þrjá kúnna á dag til að fá smá pening og til að bjarga þeim nánustu vinum, fjölskyldu eða kunningjum. þá gæti t.d. einn af þessum kúnnum verið smitaður og þarafleiðandi væri viðkomandi hársnyrtir að dreifa kannski smiti í 10-15 kúnna áður en hann gerir sér grein að hann sé með veiruna og þessir 10-15 kúnnar myndu svo dreifa því áfram til t.d. 45 annarra og svo koll af kolli og það gæti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Margir þyrftu fara í sóttkví og jafnvel það fólk sem við nauðsynlega þurfum að sé virkt í þjóðfélaginu t.d. læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraliðar, fólk sem starfar við framleiðslu matvæla, innflutninga o.s.frv. Jafnvel gæti einhver nákominn okkur sýkst og viðkomandi myndi ekki lifa af og þá veistu að vegna þess þú varst ekki tilbúin að hætta í smá tíma þá hafi einhver látið lífið!
Sumum finnst þetta kannski öfgar en þetta er staðreynd! Þannig ég bið ykkur kæru samlandar að standa saman og gerum það í óeigingirni.
Við erum öll almannavarnir!
Ást og friður.
Elín Ása Einarsdóttir