Ótrúlega barnaleg ályktun ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna sendir í dag frá sér ályktun um að farið verði að lögum um frelsi í orkusölu. Í ályktun Heimis kemur hins vegar ekkert annað fram en að þeir vilji að Landsvirkjun selji ekki orku til Alcan í Straumsvík vegna þess að Landsvirkjun sé í eigu ríkisins.
Ótrúlegur málflutningur þar á ferðinni, þá segir í ályktun Heimis að „ríkisreksturinn sé að reyna bola burt einkaframtaki í orkusölu“, það er varla hægt að trúa þessum orðum félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Að það skuli enginn í þessu stóra félagi hafa bent á það að Hitaveitu Suðurnesja sé einnig í opinberi eigu sveitarfélaga og ríkisins líkt og Landsvirkjun. Þó svo að Hitaveita Suðurnesja sé hlutafélag að forminu til, þá breytir það ekki eignarhaldinu og hlutafélagaformið er bara ein tegund af mörgum rekstrarformum sem þekkjast.
Þá voga þeir sér að ráðast á Iðnaðarráðherra og fullyrða að hún hafi tekið ákvörðun um það hverjum skuli seld orkan og veitt framkvæmdaleyfi í bakherbergjum. Þessi málflutningur er fyrir neðan allar hellur og vart svarverður og í raun aumkunarvert að jafnstórt félag innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ skuli sökkva svo lágt í málflutningi sínum og sett fram jafn vanhugsaða ályktun. Ekki er minnst einu orði á það að Alcan er komið með starfsleyfi fyrir 470 þúsund tonna álveri sem Umhverfisstofnun veitir að undangegnu umhverfismati en Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðherra sem er að því er ég best veit ennþá ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna kýs Heimir að horfa framhjá þessu og lætur í veðri vaka að Iðnaðarráðherra hafi veitt framkvæmdaleyfi sem er víðs fjarri sannleikanum?
Þá gleymir Heimir því að Fjárfestingarstofa sem heyrir undir Iðnaðarráðuneyti vinnur með Reykjanesbæ, Hitaveitu Suðurnesja og Norðurál að heilum hug að hugmyndum um Álver í Helguvík.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Ótrúlegur málflutningur þar á ferðinni, þá segir í ályktun Heimis að „ríkisreksturinn sé að reyna bola burt einkaframtaki í orkusölu“, það er varla hægt að trúa þessum orðum félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Að það skuli enginn í þessu stóra félagi hafa bent á það að Hitaveitu Suðurnesja sé einnig í opinberi eigu sveitarfélaga og ríkisins líkt og Landsvirkjun. Þó svo að Hitaveita Suðurnesja sé hlutafélag að forminu til, þá breytir það ekki eignarhaldinu og hlutafélagaformið er bara ein tegund af mörgum rekstrarformum sem þekkjast.
Þá voga þeir sér að ráðast á Iðnaðarráðherra og fullyrða að hún hafi tekið ákvörðun um það hverjum skuli seld orkan og veitt framkvæmdaleyfi í bakherbergjum. Þessi málflutningur er fyrir neðan allar hellur og vart svarverður og í raun aumkunarvert að jafnstórt félag innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ skuli sökkva svo lágt í málflutningi sínum og sett fram jafn vanhugsaða ályktun. Ekki er minnst einu orði á það að Alcan er komið með starfsleyfi fyrir 470 þúsund tonna álveri sem Umhverfisstofnun veitir að undangegnu umhverfismati en Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðherra sem er að því er ég best veit ennþá ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna kýs Heimir að horfa framhjá þessu og lætur í veðri vaka að Iðnaðarráðherra hafi veitt framkvæmdaleyfi sem er víðs fjarri sannleikanum?
Þá gleymir Heimir því að Fjárfestingarstofa sem heyrir undir Iðnaðarráðuneyti vinnur með Reykjanesbæ, Hitaveitu Suðurnesja og Norðurál að heilum hug að hugmyndum um Álver í Helguvík.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ