Óskalisti
– Hulda Björk Þorkelsdóttir skrifar.
	Ég vildi óska 
	 
	• að stjórnmálaumræðan verði  betri  á Íslandi og fólk tali saman og rökræði án kappræðna og án þess  að niðurlægja þá  sem hafi aðra skoðun en það sjálft
	• að mismunandi skoðunum fólks sé sýnd virðing og það geti  tjáð þær óheft og geri það af virðingu við menn og málefni  
	• að þöggun, hræðsla og meðvirkni hafi ekki áhrif í  umræðu eða þátttöku í málefnum samfélagsins
	• að ákvarðanir sem varða okkur öll séu teknar  á lýðræðislegan hátt og ákvarðanaferlið gegnsætt og opnið  þeim sem vilja kynna sér það
	• að forgangsröðun verkefna sveitarfélagsins verði breytt og allir geti lifað mannsæmandi lífi, þeir sem þurfa aðstoð verði hjálpað til sjálfsbjargar svo ekki þurfi að safna fyrir páskaeggjum handa fátækum börnum í bænum okkar á árinu  2015
	• að íbúar taki meiri þátt í ákvörðunum og skoðanaskiptum og noti íbúavef bæjarins til að kjósa, koma með ábendingar og þakka fyrir það sem vel er gert
	 
	Ég er svo lánsöm að vera í hópi fólks sem hefur sömu væntingar og vonir og ég og við höfum ákveðið að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor  undir heitinu Bein leið – fyrir fólkið í bænum.
	Hulda Björk Þorkelsdóttir
í framboði fyrir Beina leið
				
	
				í framboði fyrir Beina leið

 
	
					 
	
						

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				