Örlítið kraftaverk, takk
,,Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.”
Á bls. 122 í gömlu góðu Skólaljóðunum má finna þessa djúpkveðnu stöku,,Tárin” sem er eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933).
Við eigum það mörg til að setja kraftaverk í ákveðið form eins og þau geti aðeins birst á þann hátt sem við ætlum þeim. Birtingarform þeirra er margvíslegra en maður gerir sér grein fyrir. Fyrirbænir um góða heilsu og lækningu sjálfum sér og öðrum til handa er ofarlega á óskalista hvers okkar þegar talað er um kraftaverk. Bænin er leiðin til að ná árangri og er mikilvæg öllum auk þess að vera einstök huggun þegar bjátar á.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn hafa talað um hjúp í sambandi við tónlist, sem umleiki allt og hæfileikinn til að semja góða tónlist byggist á því að hafa gott loftnet og stillt viðtækið á rétta bylgjulengd.
Ég trúi að fyrirbænir streymi upp til æðri staða, þaðan niður og greiði leið bæði sendanda og viðtakanda í lífinu og sé einn af þeim þáttum sem myndar þennan hjúp sem umvefji okkur blessun.
Ég skal fúslega viðurkenna að oft hnýti ég í bænir mínar, svona í restina:
,,Ó, elsku Guð minn, væri ekki hægt að koma því við að ég eignaðist eins og eina milljón snemma í fyrramálið? Heldurðu að Þú gætir ekki komið því í kring, ha, svona fyrir mig, okkar á milli?
Ég er samt á því, þrátt fyrir fyrirbænir, að Honum þyki lítið til peninga og auðlegðar koma, ef menn hafi vel í sig og á. Milljónina hef ég ekki enn fengið, en lengi er von.
Í staðinn hef ég veitt athygli þessum litlu kraftaverkum sem stöðugt eru að bera fyrir sjónir mínar og um daginn þegar ég labbaði út úr matvöruverslun og inn í sameiginlegt verslanahol, sá ég lítinn barnabíl með blikkandi ljós sem beið eftir smáum höndum til að stýra sér inn í ævintýraheim fyrir hóflegt gjald. Bíllinn myndi rugga og halla í beygjurnar til að ýta undir stórfengleika ferðalagsins. Þessi bíll og gamlar hugljúfar kenndir ásamt minningum skópu til samans dulítið kraftaverk innra með mér. Það færði mér heim sannindin um hversu margt er þakkarvert í lífinu óháð því hvort sólin hafi skinið alla daga ársins eða rétt grillt í hana annað slagið yfir hásumarið.
Ég sé fyrir mér á öðrum stað, á öðrum tíma, smáar hendur leggja af stað í fyrsta smíðatímann sinn í skólanum. Markmiðið að búa til stórfenglegan hlut sem búi yfir fleiri hæfileikum en hægt er að mæla eða kaupa með peningum. Bakkasög í annarri, smá spýtustubbur í hinni og verkefnið að búa til tening. Fyrst þarf að saga í tvennt á réttum stað.
Eftir mikla einbeitingu er komið að því að sækja smíðablýant, merkja á hliðarnar, þá fyrstu með einum punkti, næstu hlið með tveimur punktum o.s.frv.
“Pabbi þetta er gjöf til þín,” segir unga sálin sigri hrósandi þegar hann kemur svo heim með gripinn og réttir mér.
“Veistu að þetta er happateningur og þegar þú kastar honum upp verður þú svaka heppinn!!”
Eftir að hafa þakkað honum gjöfina og fallegu tilfinningarnar til mín bætir hann við:
,,Og svo býr hann yfir töfrum og göldrum og getur líka gert kraftaverk."
Með kvöldinu skoða ég gripinn betur og sé að aðeins hallar þar sem sagað var, ekki alveg lóðrétt, nokkrar rispur við jaðarinn, sögin verið óþæg í höndum skaparans og viljað hoppa upp úr sagarfarinu.
Fyrir þær sakir þykir mér enn vænna um gjöfina.
Í Tíðindum er viðtal við Ketil Jósefsson hjá Svæðismiðlun og lýsir hann þar áhyggjum af atvinnuleysi sem hefur undanfarið vaxið á Suðurnesjum.
Í síðasta tölublaði Víkurfrétta er svo grein frá bæjarstjóranum, herra Árna Sigfússyni og má lesa þar m.a. beiðni hans til okkar allra að vera nálæg þeim sem eru atvinnulausir og eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum.
Ég tek heilshugar undir þau orð hans.
Það er ekkert pláss fyrir karp og flokkaskil þegar svo mikill vandi steðjar að bæjarfélaginu.
Því er það ósk mín að bæjarstjórnin öll snúi nú bökum saman, ásamt þeim er málið varðar, sæki fram af enn meiri krafti að verulegar umbætur verði gerðar á ástandinu hér í atvinnumálum.
Jafnframt óska ég þess að við hin sameinumst um að biðja fyrir örlitlu kraftaverki til handa Suðurnesjum.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.”
Á bls. 122 í gömlu góðu Skólaljóðunum má finna þessa djúpkveðnu stöku,,Tárin” sem er eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933).
Við eigum það mörg til að setja kraftaverk í ákveðið form eins og þau geti aðeins birst á þann hátt sem við ætlum þeim. Birtingarform þeirra er margvíslegra en maður gerir sér grein fyrir. Fyrirbænir um góða heilsu og lækningu sjálfum sér og öðrum til handa er ofarlega á óskalista hvers okkar þegar talað er um kraftaverk. Bænin er leiðin til að ná árangri og er mikilvæg öllum auk þess að vera einstök huggun þegar bjátar á.
Þekktir íslenskir tónlistarmenn hafa talað um hjúp í sambandi við tónlist, sem umleiki allt og hæfileikinn til að semja góða tónlist byggist á því að hafa gott loftnet og stillt viðtækið á rétta bylgjulengd.
Ég trúi að fyrirbænir streymi upp til æðri staða, þaðan niður og greiði leið bæði sendanda og viðtakanda í lífinu og sé einn af þeim þáttum sem myndar þennan hjúp sem umvefji okkur blessun.
Ég skal fúslega viðurkenna að oft hnýti ég í bænir mínar, svona í restina:
,,Ó, elsku Guð minn, væri ekki hægt að koma því við að ég eignaðist eins og eina milljón snemma í fyrramálið? Heldurðu að Þú gætir ekki komið því í kring, ha, svona fyrir mig, okkar á milli?
Ég er samt á því, þrátt fyrir fyrirbænir, að Honum þyki lítið til peninga og auðlegðar koma, ef menn hafi vel í sig og á. Milljónina hef ég ekki enn fengið, en lengi er von.
Í staðinn hef ég veitt athygli þessum litlu kraftaverkum sem stöðugt eru að bera fyrir sjónir mínar og um daginn þegar ég labbaði út úr matvöruverslun og inn í sameiginlegt verslanahol, sá ég lítinn barnabíl með blikkandi ljós sem beið eftir smáum höndum til að stýra sér inn í ævintýraheim fyrir hóflegt gjald. Bíllinn myndi rugga og halla í beygjurnar til að ýta undir stórfengleika ferðalagsins. Þessi bíll og gamlar hugljúfar kenndir ásamt minningum skópu til samans dulítið kraftaverk innra með mér. Það færði mér heim sannindin um hversu margt er þakkarvert í lífinu óháð því hvort sólin hafi skinið alla daga ársins eða rétt grillt í hana annað slagið yfir hásumarið.
Ég sé fyrir mér á öðrum stað, á öðrum tíma, smáar hendur leggja af stað í fyrsta smíðatímann sinn í skólanum. Markmiðið að búa til stórfenglegan hlut sem búi yfir fleiri hæfileikum en hægt er að mæla eða kaupa með peningum. Bakkasög í annarri, smá spýtustubbur í hinni og verkefnið að búa til tening. Fyrst þarf að saga í tvennt á réttum stað.
Eftir mikla einbeitingu er komið að því að sækja smíðablýant, merkja á hliðarnar, þá fyrstu með einum punkti, næstu hlið með tveimur punktum o.s.frv.
“Pabbi þetta er gjöf til þín,” segir unga sálin sigri hrósandi þegar hann kemur svo heim með gripinn og réttir mér.
“Veistu að þetta er happateningur og þegar þú kastar honum upp verður þú svaka heppinn!!”
Eftir að hafa þakkað honum gjöfina og fallegu tilfinningarnar til mín bætir hann við:
,,Og svo býr hann yfir töfrum og göldrum og getur líka gert kraftaverk."
Með kvöldinu skoða ég gripinn betur og sé að aðeins hallar þar sem sagað var, ekki alveg lóðrétt, nokkrar rispur við jaðarinn, sögin verið óþæg í höndum skaparans og viljað hoppa upp úr sagarfarinu.
Fyrir þær sakir þykir mér enn vænna um gjöfina.
Í Tíðindum er viðtal við Ketil Jósefsson hjá Svæðismiðlun og lýsir hann þar áhyggjum af atvinnuleysi sem hefur undanfarið vaxið á Suðurnesjum.
Í síðasta tölublaði Víkurfrétta er svo grein frá bæjarstjóranum, herra Árna Sigfússyni og má lesa þar m.a. beiðni hans til okkar allra að vera nálæg þeim sem eru atvinnulausir og eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum.
Ég tek heilshugar undir þau orð hans.
Það er ekkert pláss fyrir karp og flokkaskil þegar svo mikill vandi steðjar að bæjarfélaginu.
Því er það ósk mín að bæjarstjórnin öll snúi nú bökum saman, ásamt þeim er málið varðar, sæki fram af enn meiri krafti að verulegar umbætur verði gerðar á ástandinu hér í atvinnumálum.
Jafnframt óska ég þess að við hin sameinumst um að biðja fyrir örlitlu kraftaverki til handa Suðurnesjum.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ.