OPJ kynningarfundur
Kynningarfundur á OPJ (orkupunktajöfnun) heilunartækni verður haldinn í húsi Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja í kvöld kl. 20:00. Félagar úr sálarrannsóknarfélagi Liljunnar munu kynna og gefa fólki kost á að þiggja OPJ meðferð en það er heilunartækni sem Garðar Jónsson miðill hefur þróað til margra ára. OPJ er mjög áhrifarík heilunartækni sem stuðlar að bættri og betri líðan. Hægt er að kynna sér þessa tækni nánar á slóðinni andlegt.is og smella á OPJ.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja