Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Opinn fundur um álver í Helguvík
Föstudagur 12. janúar 2007 kl. 12:31

Opinn fundur um álver í Helguvík

Áform um álver snerta íbúa allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Virkjanir með tilheyrandi umhverfisraski munu rísa í landi Grindavíkur, Voga og Hafnarfjarðar. Háspennulínur munu fara um þessi  sömu sveitarfélög og þar að auki um Stafnes og Ósabotna í landi  Sandgerðis. Mjög skiptar skoðanir eru um áformin á meðal íbúa svæðisins og ótækt væri af stjórnvöldum að fallast á framkvæmdir nema að undangengnum kosningum.

Varðveitum náttúrufar og landslagsheildir Reykjanesskagans. Reykjanesskaginn hefur jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu þar sem hann hefur að geyma eina staðinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum. Þessi jarðfræðilega sérstaða, ásamt nálægð við Bláa Lónið,  Flugvöllinn, og höfuðborgina skapar einstök tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Gríðarleg tækifæri eru til útivistar á  Reykjanesskaganum þar sem fjölmargar fornar þjóðleiðir liggja um skagann. Háspennulínur frá Krýsuvíkursvæðinu til Helguvíkur munu óhjákvæmilega rýra útivistargildi hans til muna.

Brýn þörf er á umræðu meðal íbúa
Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa svæðisins þrátt fyrir skiptar skoðanir. Engu að síður er unnið að framvindu málsins af fullum krafti. Til þess að opna fyrir umræðu boða samtökin Sól á Suðrnesjum til fundar í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ kl. 20:00 í kvöld, föstudaginn 12. janúar,

Dagskrá fundarins:
Ómar Ragnarsson mun kynna og sýna myndskeið þar sem sjá má spjöll  vegna jarðhitarannsókna á Trölladyngjusvæðinu og ósnortin víðerni Brennisteinsfjalla. Framsögumenn á fundinum verða Ásta Þorleifsdóttir, stjórnarmaður í Náttúruvaktinni, Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, og  Ægir Sigurðsson, jarðfræðingur og kennari.

Staður: Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2 Reykjanesbæ.
Stund: Föstudaginn 12. janúar kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024