Opið prófkjör hjá Samfylkingu í Reykjanesbæ
Samfylkingin í Reykjanesbæ efnir til opins prófkjörs laugardaginn 23. febrúar 2002 til að ákvarða lista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir íbúar Reykjanesbæjar 18 ára og eldri ásamt þeim félögum Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem eru 16-18 ára. Fimm efstu sæti í prófkjörinu verða bindandi.Rétt til þess að bjóða sig fram hafa allir íbúar Reykjanesbæjar sem eru á kjörskrá og eru skráðir félagar í Samfylkingunni í Reykjanesbæ.
Frestur til þess að skila inn framboðum rennur út 27. janúar 2002. Framboðin skulu afhent kjörnefnd að Hafnargötu 26, Reykjanesbæ.
Frestur til þess að skila inn framboðum rennur út 27. janúar 2002. Framboðin skulu afhent kjörnefnd að Hafnargötu 26, Reykjanesbæ.