Opið hús í Björginni
Er geðröskun í fjölskyldunni? var yfirskrift námskeiðs sem Rauði kross Íslands hélt dagana 17. og 18. mars síðastliðinn í Kirkjulundi. Námskeiðið var ætlað fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrigðismál og var hluti af stuðningi Rauða krossins við geðfatlaða, frá árinu 2000 hefur stuðningur við þennan hóp verið eitt af áhersluverkefnum félagsins.
Námskeiðið hefur verið haldið víðsvegar um land og hefur þátttaka allsstaðar verið mjög góð, því miður var þátttaka hér á Suðurnesjum nokkuð undir væntingum. Að loknu námskeiðinu var ætlunin að mynda stuðningshópa/sjálfshjálparhópa aðstandenda. Markmið slíkra stuðningshópa er að bæta líðan aðstandenda og þar geta þeir deilt reynslu sinni með öðrum og hlýtt á reynslu annarra.
Í kjölfar námskeiðsins var ákveðið að hafa opið hús í Björginni til að aðstandendur geti kynnt sér það starf sem þar fer fram og einnig til að kynna þá sjálfshjálparhópa sem eru starfandi á Suðurnesjum í dag.
Björgin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er staðsett í húsi Sjálfsbjargar á Fitjabraut 6c í Reykjanesbæ. Björgin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum.
Við viljum vekja athygli á því að opið hús verður í Björginni laugardaginn 25. mars frá kl. 16:00 – 18:00 og hvetjum alla þá sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum að koma og kynna sér starfsemina og jafnvel taka þátt í að mynda sjálfshjálparhóp fyrir aðstandendur.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Pálína Sigurðardóttir
Trúnaðarmaður Geðhjálpar á Suðurnesjum
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Forstöðumaður í Björginni
Námskeiðið hefur verið haldið víðsvegar um land og hefur þátttaka allsstaðar verið mjög góð, því miður var þátttaka hér á Suðurnesjum nokkuð undir væntingum. Að loknu námskeiðinu var ætlunin að mynda stuðningshópa/sjálfshjálparhópa aðstandenda. Markmið slíkra stuðningshópa er að bæta líðan aðstandenda og þar geta þeir deilt reynslu sinni með öðrum og hlýtt á reynslu annarra.
Í kjölfar námskeiðsins var ákveðið að hafa opið hús í Björginni til að aðstandendur geti kynnt sér það starf sem þar fer fram og einnig til að kynna þá sjálfshjálparhópa sem eru starfandi á Suðurnesjum í dag.
Björgin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er staðsett í húsi Sjálfsbjargar á Fitjabraut 6c í Reykjanesbæ. Björgin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum.
Við viljum vekja athygli á því að opið hús verður í Björginni laugardaginn 25. mars frá kl. 16:00 – 18:00 og hvetjum alla þá sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum að koma og kynna sér starfsemina og jafnvel taka þátt í að mynda sjálfshjálparhóp fyrir aðstandendur.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Pálína Sigurðardóttir
Trúnaðarmaður Geðhjálpar á Suðurnesjum
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Forstöðumaður í Björginni