Opið hús á alþjóðlega MND deginum
- að Sléttuvegi 3 í Reykjavík
Það er með miklu stolti og ánægju að MND félagið hefur opið hús í nýrri íbúð sem félagið hefur til úthlutunar fyrir félaga sína og aðra sem þurfa húsnæði í skamman tíma í Reykjavík. Úthlutun mun verða í nánu samráði við Tauga- og Lungnalækningadeildir LSH. Íbúðin er 3 herbergja, rúmgóð og vel búin fyrir hjólastólanotendur. Staðsetningin er að Sléttuvegi 3, örskot frá LSH í Fossvogi.
Notkun íbúðarinnar er hugsuð fyrir: Fólk sem þarf að leita sér lækninga í borginni en þarf ekki endilega að leggjast inn vegna rannsókna eða slíks. Maka og ættingja inniliggjandi sjúklinga. Fyrir fólk sem vegna breytinga á heimili sínu þarf að flytja að heiman á meða unnið er að breytingum þar. Íbúðin er kjörin til að þjálfa fólk og aðstoðarfólk þess, af spítala og fyrir búsetu heima. Ef íbúðin er laus þá bjóðum við hana hverjum sem er sem þarf gott aðgengi í stuttan tíma.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að líta við og þiggja léttar veitingar með okkur.
Verið öll velkomin, segir í tilkynningu frá MND félaginu á Íslandi.