Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opið bréf til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 5. júní 2013 kl. 18:05

Opið bréf til Reykjanesbæjar

Ég hef verið að spá í atvinnumál, sérstaklega fyrir börn á framhaldsskólastigi. Ég á son sem var að ljúka fyrsta árinu í framhaldsskóla. Hér í Reykjanesbæ er enga vinnu að fá fyrir þennan aldurshóp.

Drengurinn minn hefur sent umsóknir á um 10 staði og engin svör fengið. Þið auglýstuð vinnu, hann sendi umsókn og ekkert svar kom. Hann hringdi til ykkar og fékk þau svör að það væri búið að ráða í allar stöður, það hafi bara verið 10 störf í boði.

Ég spyr eins og fávís kona: HVERT STEFNIR ÞETTA? Þar sem hér í Reykjanesbæ er mikið brottfall framhaldsskólanema og mikið verið að spá í af hverju. Getur verið að það sé hreinlega útaf peningaleysi?  

Það segir sig sjálft að ef neminn er ekki með neina vinnu yfir sumarið þá eru fjárráðin minni. (Tala nú ekki um ef þú ert 17 ára og ert að taka bílpróf sem er mjög dýrt). Það þarf að fæða og klæða þennan hóp, plús borga skólagjöld og bækur. Hvaðan eiga þessir peningar að koma?  Ekki vaxa þeir á trjánum.

Það er mikið í umræðunni núna að þunglyndi og kvíði í börnum á framhaldsskólastigi sé að aukast. Getur ástæðan verið hreinlega of miklar áhyggjur af peningum og iðjuleysi? Hvernig ætlum við að vinna í þessu? Er verið að spá í að unglingavinnan er aðeins fyrir 8. 9. og 10. bekk.

Þegar þú ert á 19. ári getur þú orðið flokkstjóri í unglingavinnunni en hvað er í boði fyrir 17 ára – 19 ára? Ekki neitt. NEMA þá fyrir útvalda eða hvað.....?

Ég hef heyrt af mörgum framhaldsskólanemum í þessari sömu stöðu hér í bænum en ekkert um úrræði fyrir þau.

Kær kveðja,
áhyggjufull móðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024