Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Opið bréf til Ljósanefndar og Menningarráðs Reykjanesbæjar: Er ljósanótt 2007,  hátíð allra íbúa Reykjanesbæjar?
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 16:33

Opið bréf til Ljósanefndar og Menningarráðs Reykjanesbæjar: Er ljósanótt 2007, hátíð allra íbúa Reykjanesbæjar?

Að tvennu leyti eru það mistök að lag ljósanætur 2007 verði ‘’Ó Keflavík’’

Í fyrsta lagi er verið að mismuna íbúum Reykjanesbæjar gróflega og í öðru lagi er það hreinlega eyðileggjandi fyrir hið ágæta markaðsstarf sem búið er að eyða í miklum fjárhæðum af skattgreiðslum íbúa Reykjanesbæjar.

Mikið hefur verið lagt í það að koma Reykjanesbæ á kortið sem eftirsóknarverðu bæjarfélagi til þess að lifa og starfa í. Eftir því sem fleiri fjölskyldur og einstaklingar vilja búa á svæðinu því fleiri fyrirtæki vilja vera með rekstur sinn á svæðinu. Um er að ræða mikla hagsmuni fyrir núverandi og tilvonandi íbúa Reykjanesbæjar.

Mikilvægt atriði í þessu samhengi er að skapa sterkt nafn fyrir bæjarfélagið sem endurspeglar kraft og samstöðu, Ljósalagið Ó, Keflavík er ekki til þess fallið. Þvert á móti þá er verið að gera þeim örfáu sem voru á móti sameiningunni hátt undir höfði. Til upprifjunar þá kusu 95.7 % Keflvíkinga með sameiningu.

Til þess að halda áfram því starfi að gera Reykjanesbæ aðlaðandi, verður allt markaðsstarf að vera markvisst og samræmt. Við markaðssetningu sem þessa gengur ekki að vera með hringlandahátt eða eitthvað sem orkar tvímælis.

Ef markmiðið var hins vegar að móðga bæjarbúa Reykjanesbæjar og grafa undan því ágæta markaðsstarfi sem unni hefur verið á síðast liðnum árum, þá óska ég ykkur til hamingju það tókst vel hjá ykkur.

Virðingarfyllst
Guðríður Vilbertsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024