Opið bréf til allra frambjóðenda í Reykjanesbæ
Nú líður senn að kosningum. Þetta er sá tími, þegar flokkarnir keppast um að lofa hversu mikið þeir munu gera á næsta kjörtímabili, komist þeir til valda.Þá er líka litið til baka og skoðað hverju var lofað fyrir síðustu kosningar og við hvað var staðið. Ég ætla ekki að fara í langa upptalingu, heldur aðeins tala um samgöngumál, en í þeim málaflokki hefur mér fundist skorta töluvert á skilning bæjaryfirvalda.
Strætókerfi okkar AVR, var komið á fót 14. desember 1996 og var nokkuð sem allir flokkarnir voru sammála um. Eftir að búið var að koma kerfinu á, virðist kosningaloforðið hafa verið uppfyllt. Lítið hefur verið gert í því að auglýsa kerfið upp, eins og gert er með strætó í Reykjavík. Þar er strætisvagnakerfið auglýst mjög vel, þó það hafi verið í gangi í marga áratugi. Þar er fólk kvatt til að nota strætisvagna, sem eru umhverfisvænir og mjög ódýr kostur, sérstaklega ef hægt væri að spara bíl númer tvö á heimilinu. Í öllum stærri byggðalögum landsins eru strætisvagnakerfi, enda er það krafa fólksins að samgöngur í byggðalaginu séu góðar. Fyrir utan hefðbundið strætisvagnakerfi, eru í mörgum stærri bæjunum einnig um að ræða skólaakstur sem eru sérstaklega sniðnir að þörfum skólanna.
Í dag erum við með strætisvagnakerfi sem á sama tíma þjónar sem skólaakstur bæjarins. Ekið er á 30 mínútna fresti frá kl. 7,13 - 24,00 alls 29 hringi um Keflavík og Njarðvík og 10 ferðir eru í Hafnir á dag. Þessi akstur eingöngu á virkum dögum og má því segja að einungis sé um að ræða strætisvagnakerfi að hálfu leyti.
Stjórnmálamennirnir okkar eru aðeins byrjaðir að skoða þessi mál, því komnar eru fram hugmyndir um sambland af strætisvagnakerfi og leigubílaþjónustu og einnig að minnka AVR niður í það vera eingöngu skólaakstur.
Í stuttu máli þýðir það fyrir samgöngur bæjarins, ef eingöngu er um að ræða skólaakstur geta almennir farþegar, sem eru stöðugt stækkandi hópur, ekki notað kerfið sem þá yrði algerlega sniðið að þörfum skólanna. Engar samgöngur yrðu í Keflavík og þar með yrði tónlistarskólinn, miðbærinn, íþróttahúsið, sundlaugin o.s.frv. klippt út. Vera má að einhver segi, þetta gerir ekkert til, ég þarf hvort sem er alltaf að keyra barnið mitt. Mitt svar við því er að í flestum tilfellum er það óþarfi og hugsanlega vegna þess að kerfið er ekki ennþá nægilega vel kynnt á meðal bæjarbúa.
Ferðamenn sem eru stöðugt stærri hópur, hefðu ekki neina möguleika á samgöngum nema í leigubílum o.s.frv.
Er það ásættanlegt fyrir íbúa Reykjanesbæjar (Innri-Njarðvíkur og Hafna, sérstaklega) að hafa eingöngu samgöngur á virkum dögum, eins og kerfið er í dag?
Yrði það ásættanlegt að hafa engar samgöngur nema skólabíla á skólatíma?
Vilja íbúar Reykjanesbæjar fara mörg ár aftur í tímann í þjónustu?
Þar sem þetta er að mínu mati eitt stærsta hagsmunamál íbúanna í komandi kosningum vil ég spyrja alla flokka:
Hvaða stefnu munu þeir fylgja í sambandi við almenningssamgöngur í Reykjanesbæ á næsta kjörtímabili?
Einar Steinþórsson
Strætókerfi okkar AVR, var komið á fót 14. desember 1996 og var nokkuð sem allir flokkarnir voru sammála um. Eftir að búið var að koma kerfinu á, virðist kosningaloforðið hafa verið uppfyllt. Lítið hefur verið gert í því að auglýsa kerfið upp, eins og gert er með strætó í Reykjavík. Þar er strætisvagnakerfið auglýst mjög vel, þó það hafi verið í gangi í marga áratugi. Þar er fólk kvatt til að nota strætisvagna, sem eru umhverfisvænir og mjög ódýr kostur, sérstaklega ef hægt væri að spara bíl númer tvö á heimilinu. Í öllum stærri byggðalögum landsins eru strætisvagnakerfi, enda er það krafa fólksins að samgöngur í byggðalaginu séu góðar. Fyrir utan hefðbundið strætisvagnakerfi, eru í mörgum stærri bæjunum einnig um að ræða skólaakstur sem eru sérstaklega sniðnir að þörfum skólanna.
Í dag erum við með strætisvagnakerfi sem á sama tíma þjónar sem skólaakstur bæjarins. Ekið er á 30 mínútna fresti frá kl. 7,13 - 24,00 alls 29 hringi um Keflavík og Njarðvík og 10 ferðir eru í Hafnir á dag. Þessi akstur eingöngu á virkum dögum og má því segja að einungis sé um að ræða strætisvagnakerfi að hálfu leyti.
Stjórnmálamennirnir okkar eru aðeins byrjaðir að skoða þessi mál, því komnar eru fram hugmyndir um sambland af strætisvagnakerfi og leigubílaþjónustu og einnig að minnka AVR niður í það vera eingöngu skólaakstur.
Í stuttu máli þýðir það fyrir samgöngur bæjarins, ef eingöngu er um að ræða skólaakstur geta almennir farþegar, sem eru stöðugt stækkandi hópur, ekki notað kerfið sem þá yrði algerlega sniðið að þörfum skólanna. Engar samgöngur yrðu í Keflavík og þar með yrði tónlistarskólinn, miðbærinn, íþróttahúsið, sundlaugin o.s.frv. klippt út. Vera má að einhver segi, þetta gerir ekkert til, ég þarf hvort sem er alltaf að keyra barnið mitt. Mitt svar við því er að í flestum tilfellum er það óþarfi og hugsanlega vegna þess að kerfið er ekki ennþá nægilega vel kynnt á meðal bæjarbúa.
Ferðamenn sem eru stöðugt stærri hópur, hefðu ekki neina möguleika á samgöngum nema í leigubílum o.s.frv.
Er það ásættanlegt fyrir íbúa Reykjanesbæjar (Innri-Njarðvíkur og Hafna, sérstaklega) að hafa eingöngu samgöngur á virkum dögum, eins og kerfið er í dag?
Yrði það ásættanlegt að hafa engar samgöngur nema skólabíla á skólatíma?
Vilja íbúar Reykjanesbæjar fara mörg ár aftur í tímann í þjónustu?
Þar sem þetta er að mínu mati eitt stærsta hagsmunamál íbúanna í komandi kosningum vil ég spyrja alla flokka:
Hvaða stefnu munu þeir fylgja í sambandi við almenningssamgöngur í Reykjanesbæ á næsta kjörtímabili?
Einar Steinþórsson