Öndunarkerfið
Öndun leiðir með hjálp súrefnis til þrepabundinnar brennslu kolvetna og vetnis. Þetta ferli er ekki einungis lífsnauðsynlegt heldur einnig orkufærandi. Öndunarloft inniheldur 20% súrefni, hin 80% eru köfnunarefni. Með hækkandi aldri lækkar súrefnisneyslan vegna minni efnaskipta. Öndunartíðni hjá nýfæddum smábörnum eru 40 andardrættir á mínútu en aðeins 20 hjá fólki um tvítugt.
Öndunartíðnin lækkar enn meir hjá fólki í kringum þrítugt eða í um sextán andardrætti á mínútu. Í miklu álagi aukast efnaskiptin og þar með súrefnisnotkun. Í brennsluferlinu við öndunina myndast kolsýra, vatnsgufa, hiti og orka sem fer til vöðva. Meðal líkamshiti manns er yfirleitt 35,2-37 stig á Celcíus. Ef líkamshitinn fer yfir 42 eða undir 35 gráður er líf viðeigandi manneskju í hættu. Á einum degi framleiðir maðurinn um það bil 1000 lítra af koltvísýringi. Í lokuðu rými er súrefnismagnið ekki lengi að minnka. Í náttúrunni hins vegar endurvinna og bæta plöntur og tré andrúmsloftið með vinnslu koltvísýrings úr loftinu. Lungun eru par líffæra, annað má finna vinstra megin í brjóstholi, hitt hægra megin. Vinstra lunga liggur að hjarta og stóru slagæðunum og neðan til snertir það brjósthol og þind. Við innöndun fer loft niður barka og niður í lungun og fer síðan aftur til baka við útöndun þegar brjósthol dregst saman. Ofantöld líffæri eru þau mikilvægustu til að halda fólki gangandi. Það er ólíku saman að jafna í lifnaðarháttum manna í dag og áður. Á meðan nútímamaðurinn situr gjarnan í átta tíma fyrir framan tölvu eða sjónvarp þarf hann jafnframt að huga að reglulegri hreyfingu sem áður fyrr var bæði sjálfsögð og eðlileg þegar orka fólks fór í að sofa um nætur og afla sér næringar á daginn. Ekki síst vegna hreyfingarleysis hafa myndast fjölmargir sjúkdómar sem rekja má til lifnaðarhátta manna og félagslegra þátta. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki við neinn að sakast nema okkur sjálf. Við höfum þetta nefnilega allt í hendi okkar og getum aukið vellíðan og hreysti með því að hreyfa okkur reglulega. Göngur, hlaup, sund og hjólaferðir hafa jákvæð áhrif á heilsu. Ef við hreyfum okkur reglulega þurfum við ekki á vítamínum, lyfjum eða öðrum aukaefnum að halda til þess að líkami okkar geti tekist á við allt það sem hann þarf að geta gert í daglegu lífi nútímans.
Birgitta Jónsdóttir Klasen