Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 09:08

Ólögmætt vald

Fyrir þá sem ekki vita merkinguna á bak við nafn greinarinnar þá þýðir það að þegar fólk trúir að þeir sem beita því (valdinu) hafi ekki rétt á því. Ég trúi að á sínum tíma þegar ókeypis afhending framseljanlegra veiðiheimilda til fárra einstaklinga átti sér stað hafi verið um að ræða ólögmætt vald. Sjálfsagt hugsa þeir sem eru þessari ákvörðun hliðhollir að ekki hafi verið um annað að ræða þar sem fiskistofninn hafi verið í hættu, en þeir vita líka að þetta kerfi tók aðra stefnu en ætlunin var.Ég trúi ekki að þetta hafi verið ætlunin í upphafi, að kippa lífsviðurværinu undan sjómönnum og verkafólki og koma fjármagninu sem skapaðist af auðlindinni á sem fæstar hendur. Því miður er þjóðfélagið okkar að verða eins og tíðkaðist á tímum frönsku byltingarinnar, aðeins voru ríkir og fátækir.
Á Íslandi er að eiga sér stað gífurleg stéttaskipting, yfirvöld eru búnir að koma því þannig fyrir að það eru einungis örfáum sem leyfist að stunda þá atvinnu sem eitt sinn var öllum opin, sú atvinna sem skapað hefur hvað mestan auð fyrir samfélagið fyrr og síðar. Mér er spurn: er það allt í lagi þegar hugmyndin um kvótakerfi var í upphafi sú að skapa hagnað innan sjávarútvegsstéttarinnar að það sé núna að skapa hagnað fyrir fasteignasölu á Flórída? Vegna þess að það vita allir sem eitthvað eru inn í sjávarútvegsmálum á Íslandi að það er ekki að koma inn fjármagn eins og eðlilegt hefði átt að vera, heldur eru kvótaeigendur og erfingjar að spreða með eitthvað sem í rauninni á að vera okkar allra. Ég hefði talið að við Íslendingar værum of stolt þjóð til að láta bjóða okkur svona rangláta framkomu eins og okkur hefur verið sýnd með því að fara svona með dýrmætustu auðlind okkar. Ráðamenn þjóðarinnar eiga að hugsa um hag þjóðarinnar í ákvörðunum sínum en ekki þeirra eigin eins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson gerði þegar kerfinu var komið á fót, en fyrir þá sem ekki vita þá á ,,mamma” hans megin ef ekki allan þorra kvótans á Höfn í Hornafirði.
Því miður hafa alltof margar byggðir á landinu misst megin atvinnustarfsemina í burtu vegna samruna risanna og aftur spyr ég: er það bara allt í lagi? Ég trúi því að við séum þjóð með einstaka samheldni, við vitum að stórlega hefur verið brotið á velferðakerfi okkar sem á í reynd að jafna efnahagsleg gæði og tryggja öllum lífsviðurværi frá vöggu til grafar og mér finnst við hafa skyldum að gegna gangvart þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Allt of margir hafa orðið núverandi kvótakerfi að bráð og það er mikilvægt að almannavaldið grípi inn í til þess að jafna kjör manna og gefa þeim sem orðið hafa undir valtara kvótakerfisins mannsæmandi líf.
En ennþá er von vegna þess að í vor verður það undir ykkur komið hvort fjandsamleg einokun mikilvægustu auðlindarinnar tekur enda. Maðurinn á að standa jafn, við höfum jafnt tilkall til þessarar auðlindar. Halldór hefur enn ekki látið breyta stjórnarskránni þannig að við erum öll ennþá eigendur hennar. Verum stolt og sýnum samstöðu, aðeins einn flokkur í vor mun hafa afnám þessa þjófakerfis efst á sinni stefnuskrá, en það er Frjálslyndi flokkurinn. Atkvæði hvers og eins er dýrmætt. Ég vona að þú lesandi góður kynnir þér stefnur flokkanna ekki bara þess Frjálslynda heldur allra fimm, það er mikilvægt að vita hvað maður er að kjósa og líka hvað maður kýs ekki.
Kristín María Birgisdóttir
170480-3769
Höfundur skipar 6. sætið á lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.
Vinn sem sjálfboðaliði á Ítalíu hjá samtökum sem stuðla að sanngjörnum viðskiptum við Afríku (Fair Trade).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024