Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Öll höfum við staðið sem eitt
  • Öll höfum við staðið sem eitt
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 10:23

Öll höfum við staðið sem eitt

– Jónína Holm skrifar

Kæru kjósendur.
Laugardaginn 31. maí göngum við til kosninga og veljum okkur fólk sem við treystum best til forystu fyrir sveitarfélagið okkar. Kjörtímabilið hefur verið all sérstakt fyrir margar sakir og hver og einn getur í huga sínum rakið ástæður og eftirmála og óskiljanlegt er af hverju fólk veittist að sendiboðanum.

Sem einstaklingar er það háttur okkar að raða lífsgildum í ákveðna forgangsröð. Erum við ekki öll alin upp við ákveðin gildi og mótast skoðanir okkar ekki út frá þeim?  N listinn hefur unnið gott og þarft starf síðustu fjögur ár samkvæmt stefnu listans og öll sú vinna hefur tekið mið af þeim gildum og markmiðum sem lagt var upp með í upphafi. Öll höfum við staðið sem eitt í þeirri vinnu.

N listi, listi nýrra tíma, býður nú fram í þriðja sinn og óskum við eftir stuðning kjósenda til áframhaldandi vinnu fyrir fólkið í Garðinum. Listinn samanstendur af einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að raða málefnum fjölskyldna, lýðræðis, umhverfis og öruggrar fjármálastjórnunar. Við erum fólk sem höfum fjölbreytta reynslu og áfram erum við tilbúin til að starfa af metnaði og öryggi fyrir samfélagið okkar hér í Garðinum. N listinn hefur sannreynt að ólíkar stefnur stjórnmálaflokka sem raðast á einn lista gengur mjög vel og vonumst við til þess að full samvinna og samstaða verði í nýrri bæjarstjórn.

Við undirbúning kosninganna hefur ríkt mikil gleði meðal frambjóðenda sem og þeirra fjölmörgu gesta sem litu við til okkar í kaffispjall og sóttu fyrirlestra og skemmtiviðburði sem listinn stóð fyrir. Besta N lista vítamínið er einmitt gleðin sem veitir okkur kraftinn, birtuna og ylinn og hvetur okkur áfram til góðra verka.

Nái N listinn meirihluta í bæjarstjórn næsta kjörtímabil munum við leita til Magnúsar Stefánssonar núverandi bæjarstjóra til áframhaldandi starfa. N listinn telur að með ráðningu hans verði áfram tryggt að til framkvæmdastjórnar bæjarins veljist hæfur einstaklingur sem ráðinn var á vordögum 2012 af xN lista í meirihlutasamstarfi við xL lista. Það er gott til þess að vita að núverandi meirihluti kann að meta hæfan bæjarstjóra og þann viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins frá því hann kom til starfa. Sama hvernig kosningarnar fara þá verður leitað til Magnúsar sem verður áfram bæjarstjóri allra Garðbúa.

Eitt eiga stjörnur og mannfólk sameiginlegt? Öll rúmumst við undir sama himni þrátt fyrir ólík sjónarhorn. Svo gjöfult er það nú!

Setjum x við N
Fyrir hönd N listans
Jónína Holm

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024