Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Okkur vantar þig!
Þriðjudagur 29. október 2019 kl. 10:38

Okkur vantar þig!

Við hjá Rauða krossinum vinnum með fólki úr ýmsum áttum. Hvort sem við sinnum neyðarvörnum þegar eldgos og jarðskjálftar verða, þegar við veitum áfallahjálp þegar eitthvað fer úrskeiðis í flugvélum eða þegar hús brenna, þegar við kynnumst fólki af erlendum uppruna sem er komið hingað til lands af alls konar ástæðum. Allt okkar starf miðar að því að gera samfélagið örlítið betra í dag en það var í gær.

Við gerum okkar besta til að efla samfélagið, til að vinna með fólki og finna styrkleika þeirra. Liður í því er starf okkar í Reykjanesbæ en það felst m.a. í vikulegum opnum húsum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd og sjálfboðaliðar koma saman. Hvað við nákvæmlega gerum er aðeins takmarkað af  ímyndunarafli og framtaksemi sjálfboðaliða og þátttakenda! Stundum spilum við borðtennis, fáum okkur kaffi, ræðum um heima og geima. Okkur langar mikið til að fara af stað með t.d. vikulegan fótbolta eða opna hjólaverkstæði. Við erum opin fyrir öllu!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

En starfið okkar er ekkert án sjálfboðaliða. Við þurfum á þér að halda til að hjálpa okkur að efla þau sem bíða svara við því hvort þau fái stöðu hér sem flóttafólk. Við viljum byggja upp styrkleika, bæði hjá sjálfboðaliðum en ekki síst þátttakendum. Okkur langar að allir fái tækifæri til að vera þátttakendur í samfélaginu og fái að njóta sín. Okkur langar svo gjarnan að fá þig í lið með okkur.

Kynning á félagsstarfinu okkar fer fram, miðvikudaginn 30. október kl. 18 í húsi Rauða krossins að Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ. Við hlökkum til að sjá þig. Ef þú kemst ekki þá er líka hægt að fá upplýsingar hjá Tabithu, [email protected].

Brynhildur Bolladóttir,
upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi