Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 09:28

Okkar fyrstu viðbrögð?

Á síðustu árum hefur mikið verið grafið á Fitjunum vegna þeirra umhverfisframkvæmda sem bærinn hefur verið í varðandi frárennslismál. Því verkefni er lokið núna fyrir Njarðvíkursvæðið. Þetta skrifar Björk Guðjónsdóttir í grein til Víkurfrétta í dag.Fötin skapa manninn segir máltækið. Hvað gerist þegar maður hittir í fyrsta sinn manneskju sem maður þarf að hafa samskipti við. Manns fyrstu viðbrögð eru oftar en ekki klæðaburðurinn, útlitið, framkoman og dæmir manneskjuna við fyrstu kynni út frá því. Má ekki segja með nákvæmlega sama hætti dæmir maður sveitarfélög eftir því fyrsta sem ber fyrir augu manns á viðkomandi stað.
Umhverfi Reykjanesbæjar við komuleiðir í bæinn eru ágætar, enda hefur mikið verið unnið að því að bæta umhverfið á þeim slóðum. Við getum þó ekki með nokkru móti slakað á og talið að nú sé verkefninu lokið. Nei aldeilis ekki það er alltaf hægt að gera betur, halda áfram að fegra og bæta. Við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfum mikinn hug á að gera komuleiðirnar inn í bæinn, alveg sérstakar fyrir Reykjanesbæ. Svo sérstakar að hjá því fólki sem á leið hjá vakni áhugi til að kynna sér betur mannlífið í Reykjanesbæ. Ég hvet bæjarbúa til að velta þessu máli vel fyrir sér, hvað er einkennandi fyrir okkar sveitarfélag, eitthvað uppbyggilegt og jákvætt, sem við gætum notað í þessu tilliti.
Við sjálfstæðismenn viljum efna til hugmyndasamkeppni um þetta mál. Það er að segja ef við fáum til þess ykkar umboð, ágætu kjósendur.
Tjarnirnar á Fitjasvæðinu tengjast einnig komuleið í bæinn. Það svæði er nú þegar orðið vinsælt til útiveru sökum fjölbreytts fuglalífs og fólk hefur mikla ánægju af að heimsækja svæðið og fæða fuglinn, bæði fullorðnir og ekki síst börnin. Þetta er frábær staður til að gera að skemmtilegu útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna, þar sem fuglalífið fær að njóta sín.
Á síðustu árum hefur mikið verið grafið á Fitjunum vegna þeirra umhverfisframkvæmda sem bærinn hefur verið í varðandi frárennslismál. Því verkefni er lokið núna fyrir Njarðvíkursvæðið. Þess vegna er nú komin grundvöllur fyrir að færa útivistasvæðið á Fitjum af teikniborðinu og fara að vinna í málinu. Við höfum svo sannanlega hug á því að í framtíðinni verið þetta svæði umhverfislega hinn mesti sómi fyrir þetta sveitarfélag.
Fyrsta ásýnd bæjarins skiptir gríðarlega miklu máli. Undirrituð gleymir seint því sveitarfélagi á landsbyggðinni sem eitt sinn var heimsótt og það fyrsta sem fyrir augun bara var sorpbrennslan. Það fannst mér heldu döpur móttaka.
Við búum í góðu sveitarfélagi með mikla möguleika. Það er okkar að gera góðann bæ betri.


Björk Guðjónsdóttir
Skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024