Óhætt að skoða málið
Bæjartjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að auglýsa deiliskipulag að Vatnsnesvegi 29, Keflavík en Fídus ehf. hefur sótt um að byggj þar sex hæða hús. Tillagan var samþykkt 11-0 á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri, vildi fá að gera grein fyrir atkvæði sínu og sagði að 4-5 hæða hús væri allt annað en 7-8 hæða háhýsi. Böðvar Jónsson (D) tók undir orð bæjarstjóra og lagði áherslu á að nefnd á vegum bæjarins, þ.e. Skipulags- og byggingarnefnd, hefði ítrekað lagt til að þetta yrði gert. „Ef nágrannar hússins eru ósáttir þá verður það auðvitað tekið til skoðunar. Ég vil að málið verði skoðað en legg áherslu á að þetta er ekki endanleg afgreiðsla málsins“, sagði Böðvar.
Sveindís Valdimarsdóttir og Jóhann Geirdal (S) tóku einnig til máls og gerðu engar athugasemdir við staðsetningu hússins. Þó bæri að skoða málið vel áður en til framkvæmda kæmi. Jóhann lagði áherslu á að hann hefði þá skoðun að þegar búið væri að deiluskipuleggja svæði, þetta svæði sem og önnur svæði í sveitarfélaginu, þá ætti að hreyfa sem minnst við þeim.
Ellert Eiríksson benti Jóhanni þá á að lesa t.d. Morgunblaðið en þar væru nánast daglega auglýsingar frá nágrannabyggðalögðum, þar sem uppgangur væri mikill, um breytt deiliskipulag. „Skipulagsmál geta aldrei verið ryðguð föst. Öðruvísi verður engin þróun í sveitarfélögunum“, sagði Ellert.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri, vildi fá að gera grein fyrir atkvæði sínu og sagði að 4-5 hæða hús væri allt annað en 7-8 hæða háhýsi. Böðvar Jónsson (D) tók undir orð bæjarstjóra og lagði áherslu á að nefnd á vegum bæjarins, þ.e. Skipulags- og byggingarnefnd, hefði ítrekað lagt til að þetta yrði gert. „Ef nágrannar hússins eru ósáttir þá verður það auðvitað tekið til skoðunar. Ég vil að málið verði skoðað en legg áherslu á að þetta er ekki endanleg afgreiðsla málsins“, sagði Böðvar.
Sveindís Valdimarsdóttir og Jóhann Geirdal (S) tóku einnig til máls og gerðu engar athugasemdir við staðsetningu hússins. Þó bæri að skoða málið vel áður en til framkvæmda kæmi. Jóhann lagði áherslu á að hann hefði þá skoðun að þegar búið væri að deiluskipuleggja svæði, þetta svæði sem og önnur svæði í sveitarfélaginu, þá ætti að hreyfa sem minnst við þeim.
Ellert Eiríksson benti Jóhanni þá á að lesa t.d. Morgunblaðið en þar væru nánast daglega auglýsingar frá nágrannabyggðalögðum, þar sem uppgangur væri mikill, um breytt deiliskipulag. „Skipulagsmál geta aldrei verið ryðguð föst. Öðruvísi verður engin þróun í sveitarfélögunum“, sagði Ellert.