Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ógn við heilsu kvenna
Föstudagur 14. maí 2021 kl. 10:55

Ógn við heilsu kvenna

Mun færri Suðurnesjakonur fara í skimum fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini en konur af öðrum landsvæðum. Því er það hagsmunamál að fá skimunina heim á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, gera skimanir aðgengilegar og gjaldfrjálsar.

Því miður hafa okkur ítrekað borist fréttir af klúðri heilbrigðisyfirvalda við flutning skimunar á leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu, Landspítala og danskrar rannsóknarstofu í Hvidovre. Á Alþingi hefur þetta ástand, sem varðar heilsuöryggi þúsunda kvenna, verið rætt margsinnis í þingsal sem og í velferðarnefnd Alþingis

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Líkt og Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur bent á, þá virðist ákvarðanataka heilbrigðisyfirvalda um flutning leghálssýna úr landi og framkvæmdin í kjölfarið vera svo illa unnin og ómarkviss að eftir standa þúsundir kvenna í óvissu um heilsufar sitt. Konurnar hafi bent á vandann en ekki náð að opna augu heilbrigðisyfirvalda. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur einnig látið í sér heyra undanfarna mánuði og bent á að sein framkvæmd ógni heilsu kvenna.

Hver ber ábyrgð?

Afar brýnt er að bregðast við vegna þess stóra hóps kvenna sem hefur þurft að bíða allt of lengi eftir niðurstöðum skimana, frekari greiningum og heilbrigðisþjónustu. Dæmi eru um konur sem eru búnar að bíða í hálft ár eftir upplýsingum um hvort þær þurfi frekari rannsóknir og þá tekur við of löng bið eftir næsta læknatíma. Þarna eru konur í viðkvæmri stöðu sem þarf að sinna af virðingu. 

Hér á landi er þekking og tækjabúnaður til að annast bæði skimun og greiningar. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma eftir niðurstöðum og tryggja áreiðanleika og markvissa heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. Einkum er biðin erfið og hættuleg konum þar sem frumubreytinga hefur orðið vart í öðrum greiningum. Þeim mun meiri tími sem líður í þeirri óvissu sem nú ríkir þeim mun meiri hætta er á að óafturkræft tjón eigi sér stað. Enginn vill bera ábyrgð á slíku.

Oddný G. Harðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.