Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Og nú selur hann Skjöldu
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 11:08

Og nú selur hann Skjöldu

Og nú selur hann Skjöldu, hugsaði ég í gærkvöldi þegar frétt kom á RÚV um það sem ég hafði óttast að Reykjanesbær þyrfti að selja það sem sumir okkar vilja kalla mjólkurkúna.Hlut bæjarins í HS  Orku.  Og hverjum skyldu þeir nú segjast vera að selja. Jú GGE sem meirihlutinn dró hér inn í bæinn með lúðrablæstri og blöðrusleppingum.
 
Fjármögnunin hjá Geysir Green Energy segja menn tryggða, en ekki er hægt að gefa upp hvaðan hún kemur.
 
Ég hef allt frá sölu ríkisins á hlut sínum í HS  gagnrýnt þá sölu, og fundist margt í því ferli hvorki hafa verið eðlilegt né sanngjarnt gangnvart þeim er byggðu upp Hitaveitu Suðurnesja, og sagt að þar hafi sá meirihluti ekki sagt  frá öllu og ekki gætt hagsmuna bæjarins nægjanlega. Að bæjarfulltrúrar sem kjörnir höðu verið til að tryggja hagsmuni bæjarfélagsins,  væru í bisnessleik með útrásarvíkingunum.
 
Sú frétt sem birtist í gær sannfærir mig í raun um að svo hafi verið, og það sem verra er að að  bæjarstjórinn virðist ekki nú frekar en við fyrri sölu  segja frá öllu því sem honum ber að vita  þegar kemur að þessari sölu sem hann tilkynnti um í RÚV. Viti hann hvernig sú fjármögnun sem GGE tryggir er til komin ber honum að segja frá því til að menn geti verið fullvissir um að nú sé að minnsta kosti allt uppi á borðinu.Og það myndi róa okkur efasemdarmennina mikið.
 
Í kjölfar þess hruns sem íslenskt samfélag er nú að ganga í gegnum hefur verið kallað eftir opnum og gagnsæjum vinnubrögðum, sérstaklega þegar verið er að höndla með hagmuni almennings. Að tími reykfylltra bakherbergja, og baktjaldamakks er  ekki lengur það sem fólk vill þegar höndlað er með opinbera eigur.
 
Það er erfiitt að skilja nú þegar tilkynnt hefur verið að bærinn hyggist selja hlut sinn í HS Orku , að í ljósi stöðunnar og fjárhagsstöðu bæjarins sé það ekki gert fyrir opnum tjöldum. Að bærinn sleppi því að hafa einhvern millilið þegar það virðist ljóst að hann endar ekki hjá GGE, nema nú þegar hafi verið ákveðið að sá aðili sem sagður er tryggja fjármögnunina  sem manni skilst að sé kanadískt fyrirtæki að nafni MAGMA  ENERGY  gerist þar hluthafi. Hversvegna er ekki þessi hlutur, þurfi að selja hann auglýstur og þá seldur hæstbjóðanda sem væru augljósir hagsmunir bæjarins í stöðunni. Hvað með forkaupsrétt annarra hluthafa. Hvað er það sem bindur bæinn svo rækilega við Geysir Green Energy , að ekki sé hægt að semja beint og milliliðalaust við þá aðila er áhuga hafa.
 
Sé það raunin að þessi aðili sækist eftir að eignast hlutinn, þá stendur nú upp á meirihlutann að gera grein fyrir hversvegna GGE er milliliður í þeim viðskiptum, og að gera þá samninga opinberlega tafarlaust svo bæjarbúar geti kynnt sér kvaða kvaðir og tryggingar það eru sem að baki liggja.
 
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024