Og hvað svo?
Enn og aftur dimmir yfir í atvinnumálum á Suðurnesjum. Einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, herinn, er á förum og menn hreinlega frosnir eftir tíðindin. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn hefur haldið atvinnuleysistölum undanfarin ár við lægri mörk, rétt rúmlega 200 manns að jafnaði en nú dynja ósköpin yfir.
Þeir eru ótrúlegir þessir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna, verð ég að segja, hafa ekki undan að lýsa gleði sinni yfir því hvað bæjarsjóður standi vel. Hvorki meira né minna en 384 milljónir í afgang sem er þó ekki nema helmingur þeirrar upphæðar sem bæjarfélagið fékk að himni ofan þegar íbúðaverðshækkananna-brjálæðið gekk yfir. Hér er ég þó aðeins að tala um fasteignagjöldin, ekki verðmætaaukninguna í fasteignunum sjálfum.
Í allri Íslandssögunni eiga þessar íbúðaverðshækkanir sér enga hliðstæðu þegar til þess er litið að lítil verðbólga hefur verið á þessu sama tímabili. Hvenær eiga þeir sem ekki áttu þess kost að taka þátt í lotteríinu, ekki skráðir til eigna eða töpuðu sparnaðinum til íbúðarkaupa vegna hækkananna, þess kost að fá að banka upp á hjá bæjarfélaginu og fá eitthvað svona í sárabætur, eða mega koma við hjá þér eða mér? Þau okkar sem fengum þennan sparnað erum nú matreidd af þeirri speki að enginn þurfi að hafa áhyggjur, varðandi lánin og slíkt, því það hafi aldrei gerst nokkru sinni að íbúðaverð lækkaði, eftir að það hafi náð ákveðnum hæðum. Ja hérna, hérna, verður mér að orði.
Atvinnumálin og áhyggjur af þeim eru skiljanlega efst á baugi nú.
Orð eru til alls fyrst, segir einhvers staðar og margir fundir verið haldnir um atvinnumál í byggðarlaginu, en ég spyr: Og hvað svo? Blöðin segja frá atvinnurekendum sem vantar fólk til starfa á höfuðborgarsvæðinu og vilja meina að það sé lausn.
Jú, það er alveg rétt að tvöföldun Reykjanesbrautar sem nú stendur yfir hefur fært okkur Suðurnesjamönnum ákveðin tækifæri, sóknarfæri, inn á atvinnusvæðið í Reykjavík. En kapp er best með forsjá. Fólkið sest niður, íhugar málin og byrjar að reikna. Hvað borgar sig, hvað ekki?.
Fyrsta staðreynd: Laun hafa í litlu breyst síðustu árin, skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlagsþróun, nýliðin hækkun fasteignagjalda er aukinn kostnaður á almenning, afnám helmings frádrags barnameðlags frá skatti sem var í góðu í mörg ár hér áður, er aukinn kostnaður meðlagsgreiðenda og svo má áfram telja og það kostar trúlega nærri 40.000,- kr. að keyra Reykjanesbrautina í vinnu, fram og til baka, einu sinni á dag, í heilan mánuð. Hvað er best að gera? Fyrir fólk með 150.000,- kr. í mánaðartekjur og með útborguð laun nærri 120.000,- kr. er slík lausn til atvinnuleitar, vonlaus.
En fyrst kemur fyrst og svo annað á eftir!
Ráðamenn og við öll eigum að hætta öllu bjartsýnisrausi og fara að horfa á vandamálið raunhæft, tala saman eins og fullorðið fólk.. Við þurfum að fara að líta til einstaklingsins af meiri ábyrgð en við höfum gert hingað til.
Mér er minnisstætt þegar bæjarstjórinn okkar skrifaði grein fyrir rúmu ári og sérstaklega boðskap fyrirsagnarinnar, en fyrirsögnina man ég þó ekki orðrétt. Þar var vitnað til þess, að sá sem kæmi á slysstað, ætti síður að hafa áhyggjur af þeim sem kallaði á hjálp, en þeim sem ekkert heyrðist í.
Ein lausn til að gefa fólki með lágar tekjur tækifæri að sækja inn á höfuðborgarsvæðið eftir vinnu er að líta til frændþjóða okkar. Erlendis fær fólk, sem ekur lengra en 20 km. til og frá vinnustað, skattaafslátt. Þetta mætti líka sjá fyrir sér sem bensínkaupastyrk og þá greiddur af bæjarfélaginu, auðvitað að uppfylltum skilyrðum.
Í dag fæst ekki frádrag frá skatti þó einstaklingur fljúgi með ærnum kostnaði 600 km. leið, til og frá vinnu. Einstaklingurinn nær ekki skilgreiningu skattayfirvalda ef fyrirtækið er staðsett, þ.e.a.s. á lögheimili á þeim stað sem flogið er til.
Annað atriði til lausnar, í bili, sem mig langar að koma inn á er þessi nýja hugmynd að borga í fullar atvinnuleysisbætur sem næst 70-80% af launum viðkomandi ef hann yrði atvinnulaus. Hugmyndin er með þak greiðslna í kringum 170.000,-kr. Ofanritaðar tölur eru eftir besta minni. Ég leyfi mér að eigna Framsóknarflokknum þessa hugmynd. Bíddu nú við, af hverju Framsóknarflokknum? spyr einhver. Jú, hann er sá flokkur sem hefur eina fallegustu stefnu í félags- og heilbrigðismálum sem ég hef nokkru sinni séð. En vandi fylgir vegsemd hverri. Svo vel vill til að við höfum hér á meðal vor hægri hönd landbúnaðarráðherra sem gæti og vill ábyggilega ýta á eftir þessari góðu hugmynd svo hún nái fram að ganga sem fyrst.
Að öðru leyti er það af mér að frétta að ég var að horfa á myndina Blindsker með Bubba og gef henni fullt hús stiga. Orð Bubba, að ,,við ættum að hætta að hugsa svona mikið um okkur sjálf en fara að gefa öðrum meiri athygli,” eru alltaf í tíma töluð. Það lá við að ég tæki fram kassagítarinn og byrjaði að spila eitt af hans fallegustu lögum, ,,Það er gott að elska,” þegar myndinni lauk.
Svo að lokum.
Eftir að hafa keypt og drukkið Bónuskaffi í 2 ár, tók ég mig til í síðustu viku og keypti BKI - kaffi í staðinn. Þetta þýðir ekki það að ég sé hættur að drekka Bónuskaffi, langt í frá, heldur á skylt við söguna þegar gamli maðurinn var spurður af hverju hann fengi sér stundum leigubíl niður Laugaveginn, í stað þess að ganga þennan spotta og spara sér pening. ,,Við þurfum öll að fá að vera til, annað slagið,” svaraði hann ,,og þennan eina dag, fyrsta hvers mánaðar, veiti ég mér þann lúxus að vera eins og fína fólkið.”
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ
Þeir eru ótrúlegir þessir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna, verð ég að segja, hafa ekki undan að lýsa gleði sinni yfir því hvað bæjarsjóður standi vel. Hvorki meira né minna en 384 milljónir í afgang sem er þó ekki nema helmingur þeirrar upphæðar sem bæjarfélagið fékk að himni ofan þegar íbúðaverðshækkananna-brjálæðið gekk yfir. Hér er ég þó aðeins að tala um fasteignagjöldin, ekki verðmætaaukninguna í fasteignunum sjálfum.
Í allri Íslandssögunni eiga þessar íbúðaverðshækkanir sér enga hliðstæðu þegar til þess er litið að lítil verðbólga hefur verið á þessu sama tímabili. Hvenær eiga þeir sem ekki áttu þess kost að taka þátt í lotteríinu, ekki skráðir til eigna eða töpuðu sparnaðinum til íbúðarkaupa vegna hækkananna, þess kost að fá að banka upp á hjá bæjarfélaginu og fá eitthvað svona í sárabætur, eða mega koma við hjá þér eða mér? Þau okkar sem fengum þennan sparnað erum nú matreidd af þeirri speki að enginn þurfi að hafa áhyggjur, varðandi lánin og slíkt, því það hafi aldrei gerst nokkru sinni að íbúðaverð lækkaði, eftir að það hafi náð ákveðnum hæðum. Ja hérna, hérna, verður mér að orði.
Atvinnumálin og áhyggjur af þeim eru skiljanlega efst á baugi nú.
Orð eru til alls fyrst, segir einhvers staðar og margir fundir verið haldnir um atvinnumál í byggðarlaginu, en ég spyr: Og hvað svo? Blöðin segja frá atvinnurekendum sem vantar fólk til starfa á höfuðborgarsvæðinu og vilja meina að það sé lausn.
Jú, það er alveg rétt að tvöföldun Reykjanesbrautar sem nú stendur yfir hefur fært okkur Suðurnesjamönnum ákveðin tækifæri, sóknarfæri, inn á atvinnusvæðið í Reykjavík. En kapp er best með forsjá. Fólkið sest niður, íhugar málin og byrjar að reikna. Hvað borgar sig, hvað ekki?.
Fyrsta staðreynd: Laun hafa í litlu breyst síðustu árin, skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlagsþróun, nýliðin hækkun fasteignagjalda er aukinn kostnaður á almenning, afnám helmings frádrags barnameðlags frá skatti sem var í góðu í mörg ár hér áður, er aukinn kostnaður meðlagsgreiðenda og svo má áfram telja og það kostar trúlega nærri 40.000,- kr. að keyra Reykjanesbrautina í vinnu, fram og til baka, einu sinni á dag, í heilan mánuð. Hvað er best að gera? Fyrir fólk með 150.000,- kr. í mánaðartekjur og með útborguð laun nærri 120.000,- kr. er slík lausn til atvinnuleitar, vonlaus.
En fyrst kemur fyrst og svo annað á eftir!
Ráðamenn og við öll eigum að hætta öllu bjartsýnisrausi og fara að horfa á vandamálið raunhæft, tala saman eins og fullorðið fólk.. Við þurfum að fara að líta til einstaklingsins af meiri ábyrgð en við höfum gert hingað til.
Mér er minnisstætt þegar bæjarstjórinn okkar skrifaði grein fyrir rúmu ári og sérstaklega boðskap fyrirsagnarinnar, en fyrirsögnina man ég þó ekki orðrétt. Þar var vitnað til þess, að sá sem kæmi á slysstað, ætti síður að hafa áhyggjur af þeim sem kallaði á hjálp, en þeim sem ekkert heyrðist í.
Ein lausn til að gefa fólki með lágar tekjur tækifæri að sækja inn á höfuðborgarsvæðið eftir vinnu er að líta til frændþjóða okkar. Erlendis fær fólk, sem ekur lengra en 20 km. til og frá vinnustað, skattaafslátt. Þetta mætti líka sjá fyrir sér sem bensínkaupastyrk og þá greiddur af bæjarfélaginu, auðvitað að uppfylltum skilyrðum.
Í dag fæst ekki frádrag frá skatti þó einstaklingur fljúgi með ærnum kostnaði 600 km. leið, til og frá vinnu. Einstaklingurinn nær ekki skilgreiningu skattayfirvalda ef fyrirtækið er staðsett, þ.e.a.s. á lögheimili á þeim stað sem flogið er til.
Annað atriði til lausnar, í bili, sem mig langar að koma inn á er þessi nýja hugmynd að borga í fullar atvinnuleysisbætur sem næst 70-80% af launum viðkomandi ef hann yrði atvinnulaus. Hugmyndin er með þak greiðslna í kringum 170.000,-kr. Ofanritaðar tölur eru eftir besta minni. Ég leyfi mér að eigna Framsóknarflokknum þessa hugmynd. Bíddu nú við, af hverju Framsóknarflokknum? spyr einhver. Jú, hann er sá flokkur sem hefur eina fallegustu stefnu í félags- og heilbrigðismálum sem ég hef nokkru sinni séð. En vandi fylgir vegsemd hverri. Svo vel vill til að við höfum hér á meðal vor hægri hönd landbúnaðarráðherra sem gæti og vill ábyggilega ýta á eftir þessari góðu hugmynd svo hún nái fram að ganga sem fyrst.
Að öðru leyti er það af mér að frétta að ég var að horfa á myndina Blindsker með Bubba og gef henni fullt hús stiga. Orð Bubba, að ,,við ættum að hætta að hugsa svona mikið um okkur sjálf en fara að gefa öðrum meiri athygli,” eru alltaf í tíma töluð. Það lá við að ég tæki fram kassagítarinn og byrjaði að spila eitt af hans fallegustu lögum, ,,Það er gott að elska,” þegar myndinni lauk.
Svo að lokum.
Eftir að hafa keypt og drukkið Bónuskaffi í 2 ár, tók ég mig til í síðustu viku og keypti BKI - kaffi í staðinn. Þetta þýðir ekki það að ég sé hættur að drekka Bónuskaffi, langt í frá, heldur á skylt við söguna þegar gamli maðurinn var spurður af hverju hann fengi sér stundum leigubíl niður Laugaveginn, í stað þess að ganga þennan spotta og spara sér pening. ,,Við þurfum öll að fá að vera til, annað slagið,” svaraði hann ,,og þennan eina dag, fyrsta hvers mánaðar, veiti ég mér þann lúxus að vera eins og fína fólkið.”
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ