Og hvað gerir þú fyrir mig
“Og hvað ætlar þú að gera fyrir okkur” er spurning sem frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og víðar eru spurðir nú þessa dagana. Væntanlegt svar frambjóðandans eru: Fleiri akreinar, betri hafnir, sjúkrahús, meiri löggæsla og jafnvel göng. Enginn virðist hafa áhuga á því er mætti kalla ,,minni málefni” líkt og lækkun skatta, tilfærslu verkefna, meira frelsi í heilbrigðismálum og betri þjónustu þar. Enginn spyr hvort frambjóðandinn ætli að beita sér fyrir niðurfellingu stimpilgjalds, lækkun og/eða niðurfellingu vörugjalda eða að draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins.
Ég mun ekki taka þátt í þessu uppboði, þrátt fyrir reynslu mína sem löggiltur uppboðshaldari. Ég álít að þingmenn landsbyggðarinnar setji niður við þessa umræðu og fjarlægist það sem þeir eiga að gera: Að tryggja þjóðinni betri kjör. Ég vil snúa mér að málefnunum.
Málefni fjölskyldunnar eru mér mjög hugleikin þessi árin þar sem ég er í sporum sem flestir eiga eftir eða hafa upplifað. Ég er með tvö börn í leikskóla og er að kaupa mér húsnæði. Í þessum sporum fer fullfrískt vinnandi fólk að þiggja ýmsar bætur frá ríkinu s.s. vaxtabætur, barnabætur og fleira. Mér hefur alltaf þótt það undarlegt að ríkið taki af mér skatt og stingi honum í vinstri vasann til þess að láta mig hafa þessa sömu peninga aftur. Miklu nær væri að ríkið tæki aldrei þessa peninga af mér. Í stað þess að greiða vaxtabætur gætum við lagt niður stimpilgjald og í stað barnabóta gæti verið persónuafsláttur fyrir þau börn sem fólk eignast. Með slíkum grunnbreytingum myndi ríkið spara umsýslu og skattgreiðandinn myndi spara í vaxtakostnað af peningunum sem hann lánar ríkinu.
Í góðæri því sem ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur skapað hefur reynst auðvelt fyrir margt eldra fólk að finna sér vinnu við hæfi. Þá uppgötvar það sömu áhrifin og barnafjölskyldan upplifir nú í dag. Með auknum atvinnutekjum aukast ráðstöfunartekjurnar mjög lítið og fjárhagslegur ávinningur verður takmarkaður. Það er áhugavert að heyra þingmenn flokka sem komu þessu kerfi á, heimta nú að tekjutenging verði afnumin af gunnlífeyri. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um að þessi tekjutenging verði afnumin. Þessu ber að framfylgja.
Nú er hafinn undirbúningur að byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Framkvæmdinni er ætlað að koma heilbrigðisþjónustu í landinu á nýtt og æðra plan. En það þarf einnig að huga að heilbrigðisþjónustu sem ekki fellur undir ,,hátækni.” Það þarf að breyta reglum og lögum þannig að einkarekstur þrífist til hliðar við þá þjónustu sem ríkið veitir, það má gera með þeim hætti að sveitarfélögin taki þessi verkefni yfir líkt og gert er á Akureyri og Hornafirði. Á þeim tíma er ég bjó í Frakklandi eignaðist ég mitt fyrra barn og kynntist því að hafa val. Annarsvegar milli ,,hátæknisjúkrahúss” og hinsvegar einkarekins fæðingarheimilis. Í báðum tilfellum greiðir ríkið fyrir þjónustuna. Stóri munurinn sem ég upplifði fólst í því að á einkarekna spítalanum var ég viðskiptavinur og hafði val um það þjónustustig sem ég kaus.
Þrátt fyrir að ég nefni hér nokkur atriði sem ég tel að komi öllum landsmönnum til góðs mun ég sannarlega vinna fyrir mitt kjördæmi. Ég mun stuðla að því að hagur íbúa þess batni og vinna einstökum málum brautargengi. Fólkið í Suðurkjördæmi á það skilið að kjörnir fulltrúar þess vinni fyrir það og hugsi um að bæta hag þeirra allra. Ég er tilbúinn í þá vinnu og bið um ykkar liðsinni í 3. – 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar.
Kári Sölmundarson
Frambjóðandi í prófkjöri X-D
Ég mun ekki taka þátt í þessu uppboði, þrátt fyrir reynslu mína sem löggiltur uppboðshaldari. Ég álít að þingmenn landsbyggðarinnar setji niður við þessa umræðu og fjarlægist það sem þeir eiga að gera: Að tryggja þjóðinni betri kjör. Ég vil snúa mér að málefnunum.
Málefni fjölskyldunnar eru mér mjög hugleikin þessi árin þar sem ég er í sporum sem flestir eiga eftir eða hafa upplifað. Ég er með tvö börn í leikskóla og er að kaupa mér húsnæði. Í þessum sporum fer fullfrískt vinnandi fólk að þiggja ýmsar bætur frá ríkinu s.s. vaxtabætur, barnabætur og fleira. Mér hefur alltaf þótt það undarlegt að ríkið taki af mér skatt og stingi honum í vinstri vasann til þess að láta mig hafa þessa sömu peninga aftur. Miklu nær væri að ríkið tæki aldrei þessa peninga af mér. Í stað þess að greiða vaxtabætur gætum við lagt niður stimpilgjald og í stað barnabóta gæti verið persónuafsláttur fyrir þau börn sem fólk eignast. Með slíkum grunnbreytingum myndi ríkið spara umsýslu og skattgreiðandinn myndi spara í vaxtakostnað af peningunum sem hann lánar ríkinu.
Í góðæri því sem ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur skapað hefur reynst auðvelt fyrir margt eldra fólk að finna sér vinnu við hæfi. Þá uppgötvar það sömu áhrifin og barnafjölskyldan upplifir nú í dag. Með auknum atvinnutekjum aukast ráðstöfunartekjurnar mjög lítið og fjárhagslegur ávinningur verður takmarkaður. Það er áhugavert að heyra þingmenn flokka sem komu þessu kerfi á, heimta nú að tekjutenging verði afnumin af gunnlífeyri. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um að þessi tekjutenging verði afnumin. Þessu ber að framfylgja.
Nú er hafinn undirbúningur að byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Framkvæmdinni er ætlað að koma heilbrigðisþjónustu í landinu á nýtt og æðra plan. En það þarf einnig að huga að heilbrigðisþjónustu sem ekki fellur undir ,,hátækni.” Það þarf að breyta reglum og lögum þannig að einkarekstur þrífist til hliðar við þá þjónustu sem ríkið veitir, það má gera með þeim hætti að sveitarfélögin taki þessi verkefni yfir líkt og gert er á Akureyri og Hornafirði. Á þeim tíma er ég bjó í Frakklandi eignaðist ég mitt fyrra barn og kynntist því að hafa val. Annarsvegar milli ,,hátæknisjúkrahúss” og hinsvegar einkarekins fæðingarheimilis. Í báðum tilfellum greiðir ríkið fyrir þjónustuna. Stóri munurinn sem ég upplifði fólst í því að á einkarekna spítalanum var ég viðskiptavinur og hafði val um það þjónustustig sem ég kaus.
Þrátt fyrir að ég nefni hér nokkur atriði sem ég tel að komi öllum landsmönnum til góðs mun ég sannarlega vinna fyrir mitt kjördæmi. Ég mun stuðla að því að hagur íbúa þess batni og vinna einstökum málum brautargengi. Fólkið í Suðurkjördæmi á það skilið að kjörnir fulltrúar þess vinni fyrir það og hugsi um að bæta hag þeirra allra. Ég er tilbúinn í þá vinnu og bið um ykkar liðsinni í 3. – 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu kosningar.
Kári Sölmundarson
Frambjóðandi í prófkjöri X-D