Öfugsnúið hjá félögunum
Ekki verið að skerða lýðræðið á nokkurn hátt með því að fara að lögum sveitarfélagsins.
Á haustmánuðum 2013 voru samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, lög um stjórn Reykjanesbæjar, það er samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Eins og langoftast í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þá voru allir sammála um afgreiðsluna og í þessu tilfelli samþykktu meðal annara, bæði fyrrverandi bæjarstjóri Árni Sigfússon og þáverandi og núverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Kristinn Jakobsson það, að framboðsaðili sem ætti fulltrúa í bæjarstjórn en ekki bæjarráði mætti tilnefna áheyrnarfulltrúa í bæjarráð í samræmi við sveitarstjórnarlög. Þá samþykktu þeir félagar einnig að það sama ætti við um þær fastanefndir sem falið hefur verið fullnaðarákvörðunarvald. Þeir samþykktu þarna báðir tveir að gefa ekki heimild fyrir áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Það hlýtur að hafa verið af góðri ástæðu sem bæjarstjórn vildi með þessum hætti takmarka setu áheyrnarfulltrúa í fastanefndum bæjarins. Fastanefndir bæjarfélagsins hafa ekki fullnaðarákvörðunarvald heldur er valdið bæjarstjórnar. Bæjarstórn hefur semsagt síðasta orðið.
Eins og langoftast í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þá voru allir sammála um afgreiðsluna og í þessu tilfelli samþykktu meðal annara, bæði fyrrverandi bæjarstjóri Árni Sigfússon og þáverandi og núverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, Kristinn Jakobsson það, að framboðsaðili sem ætti fulltrúa í bæjarstjórn en ekki bæjarráði mætti tilnefna áheyrnarfulltrúa í bæjarráð í samræmi við sveitarstjórnarlög. Þá samþykktu þeir félagar einnig að það sama ætti við um þær fastanefndir sem falið hefur verið fullnaðarákvörðunarvald. Þeir samþykktu þarna báðir tveir að gefa ekki heimild fyrir áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins. Það hlýtur að hafa verið af góðri ástæðu sem bæjarstjórn vildi með þessum hætti takmarka setu áheyrnarfulltrúa í fastanefndum bæjarins. Fastanefndir bæjarfélagsins hafa ekki fullnaðarákvörðunarvald heldur er valdið bæjarstjórnar. Bæjarstórn hefur semsagt síðasta orðið.
Mér finnst það því frekar öfugsnúðið að báðir þessir menn vilji nú að Framsóknarflokkurinn hafi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum þegar verið er að fara eftir reglum sem þeir tóku báðir þátt í að semja og breyta frá fyrri samþykkt.
Það má kannski minna á það að meirihluti nýrrar bæjarstjórnar samþykkti eins og honum bar, að heimila áheyrnarfulltrúa frá Framsóknarflokknum í bæjarráði og gekk aðeins lengra og samþykkti að hann fengi greitt fyrir.
Mér finnst það fallega gert hjá fyrrverandi bæjarstjóra að standa með Framsóknarflokknum núna. Að sjálfsögðu mun meirihluti bæjarstjórnar skoða það vel saman hvort ástæða sé til að koma með tillögu um að breyta þessum reglum sem samþykktar voru í bæjarstjórn fyrir tæpu ári síðan. Margt annað tel ég vera mikilvægara að gera áður en þessum samþykktum verður breytt til þess eins að Framsóknarflokkurinn fái áheyrnarfulltrúa, enda ekki liðinn mánuður frá því að nýr meirihluti tók við en auðvitað er það eins og áður misjafnt hvað við teljum þurfa að leggja áherslu á.
Það má líka minna á að það er ekki verið að skerða lýðræðið á nokkurn hátt með því að fara að lögum sveitarfélagsins og taka ekki inn áheyrnarfulltrúa, lýðræðið er að tryggt í bæjarstjórn sem hefur fullnaðarákvörðunarvald í málum og þar hefur Framsókn sitt atkvæði.
með sumar- og hamingjukveðju frá Súðavík,
Kolbrún Jóna Pétursdóttir
varabæjarfulltrúi Beinnar Leiðar.