Ófremdarástand í atvinnu- og heilbrigðismálum
Félagsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 14. október 2003, skorar á þingmenn og sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að fara að hugsa til framtíðar í atvinnu- og heilbrigðismálum þar sem sinnuleysi og ófremdarástand ríkir hér í báðum þessum málaflokkum. Sérstaklega má benda á slæmt ástand í atvinnumálum kvenna, segir í ályktun frá Vinstri grænum á Suðurnesjum.