Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ofnæmi
Sunnudagur 29. apríl 2012 kl. 13:47

Ofnæmi

Hippokrates (460 f. Kr.) sem er oft kallaður faðir læknisfræðinnar sagði á sínum tíma: „Sjúkdómar detta ekki af himnum heldur má frekar líta á þá
sem afleiðingar daglegra synda okkar“.

Æ oftar er kvartað yfir ofnæmi af ýmsum toga. Algengt er að orsök þeirra megi finna í efnum sem eru skaðleg umhverfinu og ýmsu sem við snertum og umgöngumst daglega. Þetta á til dæmis við um næringarefni, mjólk og fisk, hár, flösu, gæludýrahár og síðast en ekki síst rykmaura. Þá geta aukaefni í mat, lyfjum, hreinsiefnum og sótthreinsiefnum kallað fram ofnæmi.

Ofnæmiseinkenni koma fram þegar ofnæmisaukandi efni fara niður í þarmana. Einkenni eru meðal annars ógleði, mígreni, niðurgangur, vindverkir, þreyta og astmi. Vegna þess að nútímafæða er oft samsett bæði úr mismunandi næringarefnum og öðrum efnum er erfitt að greina ofnæmi sem slíkt. Hjálplegt er að kanna sjálfur með aðstoð dagatals hvaða fæða leiðir til ofnæmiseinkenna. Gott er að skrá inntekna næringu á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Verði einkennin sterkari er ráðlegt að fara í tveggja til fimm daga „megrun“ til að ganga úr skugga um hvort orsök gæti legið í hveitivörum, kartöflum, mjólkurvörum, kjöti, fiski, grænmeti eða ávöxtum.

Jafnframt er ráðlegt að leita til heimilislæknis. Ofnæmi sem tengist dýrahárum er tiltölulega fljótafgreitt. Algengt er að einhver í vinahópnum eigi hund eða kött og ef tíðir hnerrar eða táraflóð gera ítrekað vart við sig í námunda við dýrin má gera ráð fyrir að dýraofnæmi sé til staðar. Taugaskinnþroti er sjúkdómur sem sýnir regluleg útbrotsköst í húð. Mörg efni í umhverfi okkar sem og sálrænar aðstæður geta verið orsök slíkra kasta.

Mikilvægt er að borða holla fæðu og mikið af vítamínum (A, B, C, D, E) og steinefnum, til þess að forðast ofnæmisköst. Ef mögulegt er ætti að sleppa unnum næringarefnum eins og hvítum hveitivörum, sykri og aukaefnum (E210 og svo framvegis). Gott að setja saman máltíðir úr hreinum náttúrulegum hráefnum til að bæta jafnvægi baktería í þörmum ofnæmissjúklinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birgitta Jónsdóttir Klasen
https//www.birgittajonsdottirklasen.com
https//www.Heilsumiðstöð Birgittu/facebook.com