Öflugt tómstundastarf fyrir alla
Markviss og skýr stefna í tómstundamálum er nauðsynlegur þáttur í forvörnum hvers sveitarfélags. Það er því skylda bæjarstjórnar að gefa öllum börnum og unglingum tækifæri til þess að vinna að áhugamálum sínum með hæfum leiðbeinendum. Þetta segir Eysteinn Eyjólfsson í grein til Víkurfrétta.Tryggja þarf fjölbreytt framboð tómstundastarfs og stefna að því að gera skóladag nemenda samfelldan með því að fella íþrótta- og tómstundastarf að skóladeginum. Þannig gerum við börnunum okkar kleift að eiga venjulegan vinnudag og þar með gefst fjölskyldum meiri tími til samveru að honum loknum.
Í Reykjanesbæ koma margir aðilar að tómstundastarfi barna og unglinga. Félgsmiðstöðin Fjörheimar vinnur gott starf við þröngar aðstæður og í grunnskólunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf. Það sama má segja um Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem og önnur félög eins og Leikfélag Keflavíkur, Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, KFUM og K, skátafélagið og Rauða krossinn sem bjóða börnum og unglingum að starfa að ýmsum málum.
Eitthvað fyrir alla, enginn útundan
Bæjaryfirvöld eiga að sjá til þess að börnum og unglingum bjóðist umhverfi til að vinna að hugðarefnum sínum með hæfum leiðbeinendum. Til þess að það markmið náist þarf að endurskoða og endurskipuleggja allt tómstundastarf í bænum frá grunni.
- Skilgreina þarf hvaða tómstundastarf á að fara fram innan skólanna og hvað ekki og sjá til þess að skólarnir fái nauðsynleg fjárframlög til þess að veita þá þjónustu sem ætlast er til af þeim. Leitast skal við að fella tómstundastarf nemenda að skóladegi þeirra.
- Finna á félagsmiðstöðinni Fjörheimum stærra húsnæði, miðsvæðis í sveitarfélaginu, svo hið góða starf sem þar er unnið af hæfu fólki nýtist enn betur og nái til fleiri unglinga í Reykjanesbæ en nú er.
- Koma þarf á menningar- og tómstundahúsi fyrir unglinga 16-18 ára í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hina mörgu aðila sem vinna að málefnum þessa aldursflokks. Í slíku húsi gefst unglingum tækifæri til þess að starfa að hugðarefnum sínum með hæfum leiðbeinendum.
- Reykjanesbær á að skilyrða öll fjárframlög til tómstundamála sem og íþróttamála þannig að tryggt sé að styrkir bæjarins fari til hæfra leiðbeinenda og álögur á foreldra verði í lágmarki.
Ný sýn í tómstundamálum barna og unglinga er eitt þeirra mála sem ég mun berjast fyrir fái ég til þess brautargengi í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 23. febrúar n.k.
Eysteinn Eyjólfsson
tómstundaleiðbeinandi
Í Reykjanesbæ koma margir aðilar að tómstundastarfi barna og unglinga. Félgsmiðstöðin Fjörheimar vinnur gott starf við þröngar aðstæður og í grunnskólunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf. Það sama má segja um Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem og önnur félög eins og Leikfélag Keflavíkur, Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, KFUM og K, skátafélagið og Rauða krossinn sem bjóða börnum og unglingum að starfa að ýmsum málum.
Eitthvað fyrir alla, enginn útundan
Bæjaryfirvöld eiga að sjá til þess að börnum og unglingum bjóðist umhverfi til að vinna að hugðarefnum sínum með hæfum leiðbeinendum. Til þess að það markmið náist þarf að endurskoða og endurskipuleggja allt tómstundastarf í bænum frá grunni.
- Skilgreina þarf hvaða tómstundastarf á að fara fram innan skólanna og hvað ekki og sjá til þess að skólarnir fái nauðsynleg fjárframlög til þess að veita þá þjónustu sem ætlast er til af þeim. Leitast skal við að fella tómstundastarf nemenda að skóladegi þeirra.
- Finna á félagsmiðstöðinni Fjörheimum stærra húsnæði, miðsvæðis í sveitarfélaginu, svo hið góða starf sem þar er unnið af hæfu fólki nýtist enn betur og nái til fleiri unglinga í Reykjanesbæ en nú er.
- Koma þarf á menningar- og tómstundahúsi fyrir unglinga 16-18 ára í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hina mörgu aðila sem vinna að málefnum þessa aldursflokks. Í slíku húsi gefst unglingum tækifæri til þess að starfa að hugðarefnum sínum með hæfum leiðbeinendum.
- Reykjanesbær á að skilyrða öll fjárframlög til tómstundamála sem og íþróttamála þannig að tryggt sé að styrkir bæjarins fari til hæfra leiðbeinenda og álögur á foreldra verði í lágmarki.
Ný sýn í tómstundamálum barna og unglinga er eitt þeirra mála sem ég mun berjast fyrir fái ég til þess brautargengi í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 23. febrúar n.k.
Eysteinn Eyjólfsson
tómstundaleiðbeinandi