Öflugt sjálfstraust
Fjölskyldu- og félagsþjónusta, Íþrótta- og tómstundaskrifstofa, Reykjanesbæjar og Lögreglan hafa í samstarfi við grunnskólanna í Reykjanesbæ, stéttarfélögin og Foreldrahúsið Vímulaus æska, ákveðið að bjóða forledrum allra barna á grunnskólaldri uppá námskeið sem nefnist "Öflugt sjálfstraust" og er sett saman af Sæmundi Hafsteinssyni og Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingum.Tilgangurinn er að gera foreldrum kleyft að styrkja sig enn frekar í foreldrahlutverkinu, en foreldrar í Reykjanesbæ hafa á undanförnum árum sýnt að þeir eru ábyrgir og vilja gera sitt til að tryggja börnum sínum sem besta framtíð. Framtíð barna okkar byggir fyrst og fremst á þeim grunni sem uppeldi þeirra er reist á bæði í skóla- íþrótta- og tómstundastarfi, en fyrst og síðast á heimilinum.
Gert er ráð fyrir að það taki fjögur ár að spanna allann grunnskólaaldurinn, en síðan verði það fastur liður að foreldrar barna í 1. bekk fái sambærilegt námskeið. Byrjað verður á foreldrum barna í 10. bekk nú í september og eru það foreldrar 10. bekkinga í Heiðarskóla sem fá fyrsta námskeiðið. Hvert námskeið er tvö kvöld mánudag og miðvikudag frá kl. 18 - 21. Foreldrafélög grunnskólanna munu sjá um að boða á hvert námskeið. Námskeiðin verða foreldrum að kostnaðarlausu, en Reykjanesbær greiðir helming þeirra og stéttarfélögin hinn hlutann.
Það er trú okkar sem að þessu standa að foreldrar nýti sér þetta frábæra tækifæri þannig að a.m.k. annað foreldri hvers barns sjái sér fært að mæta. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vill hvetja alla foreldra í Reykjanesbæ til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til að sýna áfram metnað og vilja til að vera enn betri foreldrar og geta um leið gert börnin okkar stolt af því að við viljum veg þeirra sem bestann!
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri
Gert er ráð fyrir að það taki fjögur ár að spanna allann grunnskólaaldurinn, en síðan verði það fastur liður að foreldrar barna í 1. bekk fái sambærilegt námskeið. Byrjað verður á foreldrum barna í 10. bekk nú í september og eru það foreldrar 10. bekkinga í Heiðarskóla sem fá fyrsta námskeiðið. Hvert námskeið er tvö kvöld mánudag og miðvikudag frá kl. 18 - 21. Foreldrafélög grunnskólanna munu sjá um að boða á hvert námskeið. Námskeiðin verða foreldrum að kostnaðarlausu, en Reykjanesbær greiðir helming þeirra og stéttarfélögin hinn hlutann.
Það er trú okkar sem að þessu standa að foreldrar nýti sér þetta frábæra tækifæri þannig að a.m.k. annað foreldri hvers barns sjái sér fært að mæta. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar vill hvetja alla foreldra í Reykjanesbæ til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til að sýna áfram metnað og vilja til að vera enn betri foreldrar og geta um leið gert börnin okkar stolt af því að við viljum veg þeirra sem bestann!
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri