Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Öflugar íþróttir í Suðurnesjabæ
Mánudagur 9. maí 2022 kl. 11:08

Öflugar íþróttir í Suðurnesjabæ

Það er fátt sem sameinar okkur jafn mikið og góður kappleikur eða skemmtilegur listviðburður. Íþróttir, tómstundir og listir efla heilsu, lífsgæði og skapa samkennd.

Það er mér hjartans mál að öll börn í Suðurnesjabæ eigi jafna möguleika á að stunda íþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við á D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra ætlum að taka í notkun nýjan gervigrasvöll sem gerir ráð fyrir þeim möguleika að byggt verði yfir hann síðar, um leið opnast tækifæri til að auka fjölbreytni í íþróttastarfi með því að nýta mannvirkin okkar áfram til fulls. Þá viljum við með samvinnu félaganna koma á laggirnar rafrænum íþróttum.

Við viljum auðvelda börnunum okkar að sækja íþróttir og tómstundir með því að taka í notkun frístundabíl sem kæmi öllum börnum á æfingar. Einnig viljum við fjölga göngu- og hjólastígum sem eykur öryggi barna.

Við ætlum að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og bæta aðstöðuna til íþróttaiðkunar í Suðurnesjabæ.

Það er ekkert betra en hamingjusöm börn og það hefur sjaldan verið eins nauðsynlegt og núna að huga að líkamlegri og andlegri heilsu.

Með stuðningi ykkar þann 14. maí nk. mun ég halda áfram að nýta krafta mína fyrir alla bæjarbúa og samfélagið i heild sinni. Saman erum við sterkari.

Eva Rut Vilhjálmsdóttir
5. sæti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Suðurnesjabæ