Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 16. júlí 2002 kl. 17:06

Öflugar forvarnir gegn fíkn í Grindavík

Í Grindavík hafa nokkrir áhyggjufullir foreldrar tekið sig saman og myndað félagsskap sem nefndur hefur verið EF (Einhuga foreldrar). Hópurinn hefur starfað síðan í febrúar og komið saman á laugardögum kl. 11:30. Aðalmarkmið hópsins er að berjast á móti vaxandi vímuefnanotkun unglinga í Grindavík.Hópurinn telur mjög mikilvægt að fólk standi saman og hafi augun opin fyrir neyslu allra vímuefna (einnig áfengis og tóbaks). Okkur kemur öllum við hvort unglingarnir okkar séu að stefna lífi sínu í voða, og það að leyna upplýsingum um vímuefnaneyslu unglings jafngildir því í raun að samþykkja neysluna. Nýlega sendi hópurinn bæði bréf og segulkort (á ísskápa) inná öll heimili í Grindavík. Á segulkortunum eru upplýsingar um netfang ([email protected]) og talhólf (871-0037) hópsins. Þangað er hægt að senda ábendingar um börn og unglinga sem vitað er um að séu að neyta vímuefna af einhverju tagi. Hópurinn sér svo um að koma þeim upplýsingum áfram til foreldranna, auk þess sem foreldrum er bent á viðeigandi úrræði. Því miður hefur raunin oft verið sú að foreldrarnir eru síðastir til að frétta af því þegar börn þeirra misstíga sig. Því fyrr sem gripið er inn í neyslu unglinganna þeim mun líklegra er að hægt sé að snúa þeim á rétta braut. Eins og flestir vita þá er lítið hægt að gera án fjármagns en Ef-hópurinn hefur verið svo heppinn að hafa góða stuðningsaðila og vill hópurinn koma þökkum á framfæri til Félagsþjónustu Grindavíkur, Lions, Kvenfélagsins og Grunnskóla Grindavíkur. Í sumar verður komið saman í Kvennó annan hvern þriðjudag kl.20:00 og verður næsti fundur haldinn 16. júlí (í kvöld). Allir eru velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024