Öflug félagsþjónusta
Eins og flestum Suðurnesjamönnum er eflaust kunnugt tók bæjarstjórn Reykjanesbæjar á síðasta ári á móti fimm flóttamannafjölskyldum frá fyrrum Júgóslavíu. Ég var ráðin verkefnisstjóri við verkefnið og hef því fengið tækifæri til að kynnast málefnum flóttafólks og þeim erfiðu aðstæðum sem það hefur þurft að búa við síðan það flúði heimaland sitt, lífi þess í flóttamannabúðum og ekki síst að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýju landi, með nýjum siðum og nýrri menningu, alls ólíkri þeirri sem það þekkir.Sem betur fer er sú reynsla ekki til meðal Íslensku þjóðarinnar að vera hrakinn frá heimilum sínum vegna átaka í heimalandinu, eiga ekki aftukvæmt og þurfa að vera uppá velvilja ókunnra kominn.
En þó við búum ekki við stríðsástand geta aðstæður hagað því þannig til að við þurfum á samfélagslegri þjónustu að halda í okkar velferðarsamfélagi.
Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og þó við lifum við allsnæktir og góða heilsu í dag getum við misst heilsuna eða orðið öreigar á morgun. Þá er gott að vita af því öryggisneti sem samfélagsþjónustan er. Í starfi mínu sem verkefnastjóri flóttamannaverkefnisins, hef ég fengið tækifæri til að kynnast starfsemi Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar af eigin raun og tel að þar sé unnið metnaðarfullt og gott starf.
Fyrir rúmum tíu árum tóku ný lög gildi varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku við af framfærslulögum frá 1947. Með þeirri lagasetningu var stigið tímamótaskref í þjónustu við íbúa sveitarfélaga þar sem kveðið var á um margþætta þjónustu. Megin þáttur þjónustunnar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúanna á grundvelli samhjálpar. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur unnið markvisst að því að efla þjónustuna til samræmis við áðurnefnd lög og jafnvel farið nýjar og ótroðnar leiðir t.d.. í barnaverndarstarfi. Eitt meginmarkmið Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með skipulögðum hætti og styrkja einstaklinga við að taka ábyrgð á eigin lífi. Er það m.a. gert með sálfræði- og félagsráðgjöf, tilsjón, félagslegri heimaþjónustu ofl.
Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á að gera stofnunina og starfsemi hennar sýnilegri og aðgengilegri bæjarbúum. Málefni nýbúa er einn af þeim þjónustuþáttum sem FFR hefur unnið að og m.a. verið lögð drög að stefnu í málefnum nýbúa.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið heilshugar á bak við starfsemi og áherslur Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar og verið stoltur af frumkvæði og metnaði starfsmanna. Þó það sé í anda flokksins að efla sjálfstæði hvers einstaklings, er okkur vel ljóst hve nauðsynleg góð félagsþjónusta er hverju sveitarfélagi. Við munum því áfram styrkja og styðja Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar til góðra verka í þágu íbúa Reykjanesbæjar.
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
skipar 6. sæti á D-lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
En þó við búum ekki við stríðsástand geta aðstæður hagað því þannig til að við þurfum á samfélagslegri þjónustu að halda í okkar velferðarsamfélagi.
Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og þó við lifum við allsnæktir og góða heilsu í dag getum við misst heilsuna eða orðið öreigar á morgun. Þá er gott að vita af því öryggisneti sem samfélagsþjónustan er. Í starfi mínu sem verkefnastjóri flóttamannaverkefnisins, hef ég fengið tækifæri til að kynnast starfsemi Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar af eigin raun og tel að þar sé unnið metnaðarfullt og gott starf.
Fyrir rúmum tíu árum tóku ný lög gildi varðandi félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku við af framfærslulögum frá 1947. Með þeirri lagasetningu var stigið tímamótaskref í þjónustu við íbúa sveitarfélaga þar sem kveðið var á um margþætta þjónustu. Megin þáttur þjónustunnar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúanna á grundvelli samhjálpar. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur unnið markvisst að því að efla þjónustuna til samræmis við áðurnefnd lög og jafnvel farið nýjar og ótroðnar leiðir t.d.. í barnaverndarstarfi. Eitt meginmarkmið Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með skipulögðum hætti og styrkja einstaklinga við að taka ábyrgð á eigin lífi. Er það m.a. gert með sálfræði- og félagsráðgjöf, tilsjón, félagslegri heimaþjónustu ofl.
Á síðustu árum hefur áhersla verið lögð á að gera stofnunina og starfsemi hennar sýnilegri og aðgengilegri bæjarbúum. Málefni nýbúa er einn af þeim þjónustuþáttum sem FFR hefur unnið að og m.a. verið lögð drög að stefnu í málefnum nýbúa.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið heilshugar á bak við starfsemi og áherslur Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar og verið stoltur af frumkvæði og metnaði starfsmanna. Þó það sé í anda flokksins að efla sjálfstæði hvers einstaklings, er okkur vel ljóst hve nauðsynleg góð félagsþjónusta er hverju sveitarfélagi. Við munum því áfram styrkja og styðja Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar til góðra verka í þágu íbúa Reykjanesbæjar.
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
skipar 6. sæti á D-lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ