Öflug endurhæfing í Rockville
Samkomulag hefur nú tekist við Fjölbrautarskóla Suðurnesja um kennslu skjólstæðinga Byrgisins í Rockville og hefst kennsla í byrjun næstu viku. Þetta er langþráður áfangi og verður námið áhrifaríkur þáttur í endurhæfingarprógrammi Byrgisins. Til að byrja með verður kennt tvo daga í viku, 2 tíma í senn. Kennd verður samfélagsfræði þar sem nemendur takast á við ýmis félagsleg verkefni og hljóta þjálfun í samskiptum. Menntamálaráðuneytið hefur sýnt mjög jákvæða afstöðu til þessa verkefnis og ef vel tekst til með þennan áfanga, þá koma fleiri námsgreinar inn áður en langt um líður. Í þessu fyrsta námshóp verða um 15 nemendur, og eru þeir á aldrinum 18-60 ára. Námið er forgangsverkefni meðal endurhæfingarverkefnanna í Rockville og fátt byggir eins upp sjálfstraust og sjálfsímynd og góður námsárangur. Þessi tilhögum mun gerbreyta framtíðarmöguleikum þeirra einstaklinga sem til Byrgisins leita, en þeir eru að mestum hluta öryrkjar eða á framfæri Félagsþjónustunnar. Flestir þeirra hafa horfið frá náminu á unglingsárunum, margir hafa verið án atvinnu áratugum saman.
Þjálfun
Með tilkomu myndarlegs íþróttahúss sem nú hefur verið í endurbyggingu í rúmt ár, þá stendur til að hefja í þessum mánuði umfangsmikið þjálfunarprógram, m.a. sjúkraþjálfun. Mjög margir þeirra sem til okkar leita hafa einhvern tímann á ævinni slasast, meira eða minna og þjást af afleiðingum þess, t.d. af bakverkjum, hálsverkjum o.fl. Það er læknisfræðilega sannað að slíkir verkir eiga að jafnaði að geta horfið algjörlega, sé góð, fagleg þjálfun viðhöfð reglubundið í langan tíma. Sérstakt þjálfunarprógramm og sjúkraþjálfun verða því felld inn í endurhæfingarmeðferðina. Þannig miðar endurhæfingin að andlegri og líkamlegri uppbyggingu í senn. Það er vitað að orsakir ótímabærrar örorku má að nokkru leyti rekja til langvarandi hreyfingarleysis, reykinga og lélegrar næringar. Allt þetta fylgir hinum óheilbrigða lífsstíl vímuefnaneytandans, og því er bráðnauðsynlegt að endurhæfa líkamann til þess að fyrirbyggja langvarandi eða ævilanga örorku.
Vinna
Vinnuendurhæfing í Rockville hefur nú þegar skilað mörgum góðum starfskröftum, ýmist inn í starfsemin sjálfa eða út í þjóðfélagið. Á vinnustöðum Byrgisins í Rockville fer fram fjölbreytt endurhæfingarvinna, þar er m.a. fullbúið trésmíðaverkstæði og járnsmíðaverkstæði auk þess sem í boði eru margvísleg inni- og útistörf.
Á svæðinu starfar kristilega útvarpsstöðin (KFM) sem einnig býður upp á starfsþjálfun fyrir skjólstæðinga Byrgisins.
Endurhæfingarvinnan er felld inn í meðferðardagskrána og er 3ja klst. vinnuskylda á hverjum virkum degi. Auk þess er úthlutað sérverkefnum fyrir þá sem lengra eru komnir, t.d. vaktir, gæsla, akstur, of.l. Þeir sem fá úthlutað sérstökum verkefnum á sambýlinu eru metnir til endurhæfingarörorku, enda þykir þá ljóst að þeim er alvara með að taka sig á, og hafa að auki til að bera hæfni og getu til verkefnanna. Þessi sérstöku störf krefjast skilyrðislausrar ástundunar, stundvísi og ábyrgðar.
Saman munu þessi endurhæfingarverkefni stuðla að bata- og framtíðarheill skjólstæðinganna. Í endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville er einstaklingurinn aðstoðaður með daglega rútínu, auk þess að njóta vandaðs meðferðarprógramms, víðtækrar fræðslu, leiðbeininga, og líkamlegrar uppbyggingar.
Þjálfun
Með tilkomu myndarlegs íþróttahúss sem nú hefur verið í endurbyggingu í rúmt ár, þá stendur til að hefja í þessum mánuði umfangsmikið þjálfunarprógram, m.a. sjúkraþjálfun. Mjög margir þeirra sem til okkar leita hafa einhvern tímann á ævinni slasast, meira eða minna og þjást af afleiðingum þess, t.d. af bakverkjum, hálsverkjum o.fl. Það er læknisfræðilega sannað að slíkir verkir eiga að jafnaði að geta horfið algjörlega, sé góð, fagleg þjálfun viðhöfð reglubundið í langan tíma. Sérstakt þjálfunarprógramm og sjúkraþjálfun verða því felld inn í endurhæfingarmeðferðina. Þannig miðar endurhæfingin að andlegri og líkamlegri uppbyggingu í senn. Það er vitað að orsakir ótímabærrar örorku má að nokkru leyti rekja til langvarandi hreyfingarleysis, reykinga og lélegrar næringar. Allt þetta fylgir hinum óheilbrigða lífsstíl vímuefnaneytandans, og því er bráðnauðsynlegt að endurhæfa líkamann til þess að fyrirbyggja langvarandi eða ævilanga örorku.
Vinna
Vinnuendurhæfing í Rockville hefur nú þegar skilað mörgum góðum starfskröftum, ýmist inn í starfsemin sjálfa eða út í þjóðfélagið. Á vinnustöðum Byrgisins í Rockville fer fram fjölbreytt endurhæfingarvinna, þar er m.a. fullbúið trésmíðaverkstæði og járnsmíðaverkstæði auk þess sem í boði eru margvísleg inni- og útistörf.
Á svæðinu starfar kristilega útvarpsstöðin (KFM) sem einnig býður upp á starfsþjálfun fyrir skjólstæðinga Byrgisins.
Endurhæfingarvinnan er felld inn í meðferðardagskrána og er 3ja klst. vinnuskylda á hverjum virkum degi. Auk þess er úthlutað sérverkefnum fyrir þá sem lengra eru komnir, t.d. vaktir, gæsla, akstur, of.l. Þeir sem fá úthlutað sérstökum verkefnum á sambýlinu eru metnir til endurhæfingarörorku, enda þykir þá ljóst að þeim er alvara með að taka sig á, og hafa að auki til að bera hæfni og getu til verkefnanna. Þessi sérstöku störf krefjast skilyrðislausrar ástundunar, stundvísi og ábyrgðar.
Saman munu þessi endurhæfingarverkefni stuðla að bata- og framtíðarheill skjólstæðinganna. Í endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville er einstaklingurinn aðstoðaður með daglega rútínu, auk þess að njóta vandaðs meðferðarprógramms, víðtækrar fræðslu, leiðbeininga, og líkamlegrar uppbyggingar.