Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 20. júní 2006 kl. 14:41

Ofbeldi í Reykjanesbæ

Eins og sagt hefur verið frá átti sér stað hrottaleg líkamsárás aðfararnótt sunnudags sl. Manni blöskrar sú kalda staðreynd að íbúar þessa ágæta bæjarfélags okkar gangi ekki óhultir um götur um helgar. Hvað veldur þessari þróun sem er að eiga sér stað hér ? Er það að skemmtistaðir séu opnir of lengi? Eiga skemmtistaðir að vera opnir til 04:00 en gera þeim að hætta að selja áfengi um klukkan 03:00.

Mér finnst mjög oft þegar að ég fletti Víkurfréttum og fleiri blöðum alltaf vera sú niðurstaða eftir helgar að menn eða maður hafi verið laminn af einum eða fleirum. Þegar maður fer að spyrjast út í þetta þá fær maður alltaf sömu svörin. Nokkur nöfn sem virðast gera það að leik sínum að berja aðra sér til skemmtunar. Ef viðkomandi ætlar að kæra er honum hótað lífláti og öðru sem ekki er prenthæft.

Þessi árás um helgina var hrottaleg og árásaraðilar fimm á móti tveimur. Að sparka í liggjandi mann er stórhættulegt og getur valdið dauða. Finnst samfélaginu þetta bara vera allt í lagi? Ég segi það að þessa menn á að loka inni og það lengi. Ég mun hugsa mig tvisvar um áður en ég fer niður í miðbæ að skemmta mér. Frekar myndi ég fara í miðborg Reykjavíkur.

Greinarhöfundur er íbúi í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024