Oddvitar í Reykjanesbæ mætast í Kastljósi
Oddvitar framboðanna fimm í Reykjanesbæ verða í Kastljósinu í kvöld. Það verða eflaust fjörugar umræður nú þegar örfáir dagar eru til kosninga. Þetta eru síðustu forvöð til að sjá þá alla samankomna fyrir kjördag og því hvetjum við fólk til að setjast fyrir framan tækin í kvöld og fylgjast með. Þeir Guðbrandur Einarsson (A), Sigurður E. Jóhannesson (V), Árni Sigfússon (D), Baldvin Nielsen (R) og Kristinn Guðmundsson (F) verða eflaust í essinu sínu.
Jafnframt verður birt ný skoðanakönnun frá Gallup á fylgi flokkanna.